Fyrirmynd

Um færnimerkið

Skátar vilja vera fyrirmynd annarra. Við trúum því að með því að taka af skarið og sýna öðrum að það sé mögulegt að láta gott af sér leiða þá séum við að stuðla að bættum heimi. Góð fyrirmynd getur gefið þér kraft og hugrekki til að takast á við nýjar áskoranir, taka afstöðu eða leysa flókin úrlausnarefni. Þú getur einnig verið slík fyrirmynd fyrir aðra. Það er hvetjandi, skemmtilegt og mikilvægt að leiða með góðu fordæmi og sýna að hægt sé að bæta heiminn.

Kröfur

Til að fá færnimerkið „Fyrirmynd“ þarftu að þekkja til og geta sýnt flokknum þínum og foringja eftirfarandi: • Hugleiða hverjar þínar fyrirmyndir eru og hvers vegna. • Segðu frá einhverri þeirra og af hverju þér finnst viðkomandi vera góð fyrirmynd. • Ræddu hvaða ábyrgð fylgir því að vera fyrirmynd, t.d. gagnvart yngri skátum, bekkjarfélögum eða nágrönnum þínum. • Taktu þátt í verkefni eða viðburði þar sem þú getur verið góð fyrirmynd, t.d. með því að halda skátafund fyrir yngri skáta, bjóða þig fram til setu í nemendaráði í skólanum, leiða herferð fyrir mikilvægum málefnum eða taka frumkvæði varðandi eitthvað sem bætir nánasta umhverfi þitt, bekkjarandann eða umræðuhefðina á samfélagsmiðlum.