Aðstoðarkokkur
Um færnimerkið
Matur er ekki bara öllum nauðsynlegur, að taka þátt í að búa hann til er líka afar spennandi og skemmtilegt verkefni, með fullt af möguleikum! Hér færðu tækifæri til að læra hvernig á að elda einfaldan mat og að geta gert það sjálft.
Kröfur
Til að fá færnimerkið “Aðstoðarkokkur” þarftu að taka þátt í að búa til mat, bæði innan- og utandyra, t.d. með prímus. Með aðstoð foringja þarftu að geta fylgt einfaldri uppskrift og taka virkan þátt í matargerðinni, frá upphafi til enda eða þar til rétturinn er tilbúinn. Þú þarft einnig að vita um mikilvægi hreinlætis þegar kemur að matargerð.