BÍÐUM AUGLÝSINGAR STJÓRNVALDA

Þessa dagana berst Bandalagi íslenskra skáta, útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni og skátafélögum um allt land ýmsar fyrirspurnir um hvernig starfsemi okkar verði háttað eftir 4. maí.

Um þessar mundir bíðum við eins og annað æskulýðs- og frístundastastarf eftir auglýsingu stjórnvalda þar sem við vonumst til þess að skýrari tilmæli og leiðbeiningar verði settar fram um hvernig skuli hegða tómstundastarfi barna öðru en íþróttastarfi. Þangað til erum við í góðum samskiptum við ráðuneyti mennta og menningarmála ásamt því sem við höfum komið spurningum sem okkur þykir vanta svör við áfram til almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra.

Vænta má upplýsinga frá yfirvöldum í næstu viku sem við vitum að vinna mjög hörðum höndum að þeim um þessar mundir. Skátarnir munu reyna að vera eins fljót og kostur er að aðlaga starfsemi sína í samærmi við formleg fyrirmæli stjórnvalda og koma síðan upplýsingum áfram til okkar skáta og aðstandenda þeirra.