Viltu styrkja starfið?
Allt skátastarf er að nánast öllu leyti keyrt af sjálfboðaliðum. Til þess að geta keyrt vel heppnað og gott skátastarf þarf nóg af fullorðnum sjálfboðaliðum í ýmis verkefni.
Einstaklingar geta komið að starfinu á mörgum mismunandi vetvöngum eftir því hvar áhuginn liggur eða þá skuldbindingu sem þau treysta sér í. Til dæmis er hægt að bjóða sig fram í ýmis verkefni innan skátafélagsins bæði í beinu starfi með skátunum, með setu í stjórn eða þátttöku í baklandi félagsins þar sem ákveðin verkefni eru tekin fyrir. Einnig er hægt að stunda sjálfboðaliðastarf beint fyrir Bandalag íslenskra skáta við mótahald eða önnur tilfallandi verkefni.
Það er ómetanlegt fyrir skátahreyfinguna að fá fullorðna sjálfboðaliða í þau fjölbreyttu verkefni sem liggja fyrir í starfinu. Sú vinna sem unnin er af hendi sjálfboðaliða er uppistaðan í starfinu okkar og við erum sjálfboðaliðum okkar ævinlega þakklát.
Afhverju að gerast sjálfboðaliði?
Sjálfboðaliðastarfið okkar með ungmennum er mjög gefandi bæði fyrir þau sem sinna því og fyrir ungmennin sem taka þátt í því. Það er einnig mjög skemmtilegt og störfin eru margvísleg, fjölbreytt og spennandi. Sjálfboðaliða starf í skátunum getur kennt fólki ýmislegt og gefið því reynslu sem mun endast út lífið.
Sjálfboðaliðar fá tækifæri til þess að láta gott af sér leiða í sínu samfélagi.
Þegar þú tekur þátt í sjálfboðaliðastarfi þá ertu að sinna mikilvægri samfélagsþjónustu, öðlast reynslu, skapa minningar og stofna vinabönd til frambúðar. Tækifærin eru endalaus og starfið kemur í sífellu skemmtilega á óvart.
Öryggisatriði
Í góðu æskulýðsstarfi verður öryggi barnanna að vera í fyrirrúmi. Þess vegna má enginn koma að starfi barna og ungmenna í skátunum sem beitir ofbeldi eða sýnir óæskilega og ógnandi hegðun. Bandalag íslenskra skáta gerir því kröfur um að allir sjálfboðaliðar í skátastarfi, 18 ára og eldri, gefi skriflegt leyfi til að kanna sakaskrá viðkomandi. BÍS styðst einnig við siðareglur og viðbragðsáætlun frá Æskulýðsvettvangnum.
Hvernig gerist þú sjálfboðaliði?
Til þess að gerast sjálfboðaliði þarft þú bara að hafa samband á þeim vetvangi sem þú hefur áhuga á að starfa, svo einfalt er það. Það er engin skylda að hafa verið starfandi með skátunum áður til þess að koma að starfinu sem sjálfboðaliði núna. Allir eru velkomnir og það er alltaf þörf á sjálfboðaliðum.
Ef þú vilt bjóða þig fram í sjálfboðastarf í þágu Skátahreyfingarinnar þá eru eftirfarandi nokkrar leiðir til þess:
Skátafélagið
Innan hvers skátafélags eru ýmis verkefni sem þarf að sinna. Til dæmis þarf að manna foringjastöður, oft vantar fólk sem er tilbúið að sitja í stjórn og sinna verkefnum sem henni berast, vinna fyrir skátafélagið getur líka falið í sér viðhald á skátaheimili eða skála í eigu félagsins. Einnig er hægt að skrá sig í bakland eða sjálfboðaliða hóp félagsins þar sem hægt er að skrá sig í tilfallandi verkefni eins og vaktir í félagsútilegum, aðstoð í ferðum eða ýmislegt annað sem kann að vera á dagskrá félagsins.
Hafðu samband við skátafélagið sem þú hefur áhuga á að starfa með og lýstu yfir áhuga þínum. Þau taka því fagnandi og geta leiðbeint þér með hvar þínir kraftar komast að bestum notum. (FINNA SKÁTAFÉLAG)
Skátamiðstöðvar
Oft eru ýmis verkefni sem þarf að vinna hjá útilífsmiðstöðvum okkar og þau geta verið margvísleg og árstíðabundin. Best er að hafa samband við staðarhaldara og lýsa yfir áhuga á verkefnum eða að vera á “útkallslista”.
Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni (linkur?)
Hamrar, Útilífs– og umhverfismiðstöð skáta á Akureyri (linkur?)
Bandalag íslenskra skáta
Bandalag íslenskra skáta er oft með ýmsa viðburði á sínum vegum þar sem vantar að manna ýmist skipulagsverkefni eða umsjá með dagskrárliðum á viðburðum. Einnig eru mörg tilfallandi verkefni sem þarf að sinna og BÍS óskar eftir fólki með hinar ýmsu sérþekkingar á lista svo hægt sé að hafa samband við áhugasama þegar ný verkefni líta dagsins ljós. (lista upp dæmum?)