8 Rekkaskátar fengu forsetamerkið

 

Forsetamerkishafarnir 8 ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta íslands og Hörpu Ósk Valgeirsdóttur skátahöfðingja

Forsetamerkið var afhent átta ungmennum laugardaginn 7. október 2023 við fallega og skemmtilega athöfn á Bessastöðum.

Forsetamerkið er hvatamerki sem rekkaskátar, 16-18 ára, geta valið sér að vinna að samhliða starfi sínu. Í forsetamerkinu sameinast gildi skátahreyfingunnar um persónulegar framfarir einstaklingsins og þess að gera sitt besta samfélaginu til heilla. Vegferðin að forsetamerkinu er 2-3 ára verkefni sem hvetur skátanna til persónulegs vaxtar með því að skipuleggja, framkvæma og endurmeta 20 minni verkefni sem öll þurfa að falla undir ein fjögurra flokka,:

  1. Heimurinn, ferðalög og alþjóðastarf
  2. Útivist og útilífsáskoranir
  3. Samfélagsþátttaka
  4. Lífið, tilveran og menning

Auk þeirra verkefna þurfa öll sem vinna að forsetamerkinu að sækja 5 daga alþjóðlegt skátamót, ferðast 40 kílómetra á eigin afli, sækja helgarnámskeið í leiðtogaþjálfun og sækja 12 klukkustunda skyndihjálparnámskeið. Að lokum velja skátarnir sér 2 langtímaverkefni sem krefst virkrar þátttöku þeirra yfir 3-12 mánaða tímabil, dæmi um þetta er að vera foringi yngri skáta, taka þátt í skipulagi stórs skátamóts, sitja í stjórn félags, ráði eða vinnuhóp, að taka að sér viðhald skátaheimilis eða skátaheimili og margt fleira sem forsetismerkishafar hafa látið sér detta í hug.

Forsetamerkishafar með forsetamerki sín og viðurkenningar

Forsetamerkishafarnir 8 sem luku vegferðinni þetta árið eru úr 5 skátafélögum og bætast þar með í hóp 1446 forsetismerkishafa frá upphafi. Þau voru í röð númers forsetamerkis þeirra:

nr. 1439 – Davíð Þrastarson – Skátafélagið Garðbúar
nr. 1440 – Reynir Tómas Reynisson – Skátafélagið Garðbúar
nr. 1441 – Elías Dýrfjörð – Skátafélagið Klakkur
nr. 1442 – Franz Halldór Eydal – Skátafélagið Klakkur
nr. 1443 – Bengta Kristín Methúsalemsdóttir – Skátafélagið Mosverjar
nr. 1444 – Matthiludur Ósk Guðbjörnsdóttir – Skátafélagið Mosverjar
nr. 1445 – Valur Kári Óskarsson – Skátafélagið Skjöldungar
nr. 1446 – Dagur Sverrisson – Skátafélagið Ægisbúar

Forsetamerkishafi tekur við sínu forsetamerki

Við það tilefni bauð forsetaembættið rekkaskátunum og fjölskyldum þeirra til hátíðlegrar móttöku á Bessastöðum þar sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti þeim forsetamerkið. Við afhendinguna var samsöngur, tónlistaratriði flutt og Guðni ávarpaði samkomuna. Að lokum fluttu tvö úr hópi forsetamerkishafa stutta ræðu sem má horfa á í spilaranum hér að neðan:

Að lokinni afhendingu var haldið til Bessastaðastofu þar sem skátahöfðingi sagði nokkur orð áður en boðið var upp á veitingar.

Ánægðir forsetamerkishafar ganga til Bessastaðastofu

Að lokinni athöfn var mótttaka fyrir forsetamerkishafa og gesti þeirra á Bessastaðastofu, að neðan má sjá myndir frá deginum.