200 skátar í ferðum um helgina!

Um helgina ver heldur betur mikið um að vera hjá skátunum!
Hátt í 200 skátar tóku þátt í hinum ýmsu viðburðum sem fóru fram um helgina.

Jamboree farar fóru í undirbúningsútilegur til að gera sig klár og hrista saman hópinn fyrir ferðina á alheimsmót í sumar. Jamboree sveitirnar sem fóru í útilegu voru Garmur sem fór í útilegu á Akureyri og Huginn og Muninn fóru til Vestmannaeyja. Hóparnir skemmtu sér mjög vel og spennan magnast fyrir mótinu í sumar!

Einnig var drekaskátadagurinn haldinn við Hvaleyrarvatn og heppnaðist mjög vel. Drekaskátarnir leystu ýmsar þrautir og léku sér við vatnið og í skóginum í kring, þau stóðu sig eins og hetjur og drukku verðskuldað og langþráð heitt kakó að lokinni dagskrá.