Hæ hó jibbí jei það er kominn 17.júní!

Á morgun er 17. júní, þjóðhátíðardagur Íslendinga. Í ár verða hátíðarhöldin þó með breyttu sniði en venjulega þar sem ekki er mælt með því að stór fjöldi safnist saman. Eru fjölskyldur hvattar til að halda hátíð heima, skreyta heimilin sín og nærumhverfið og fagna með sínum nánustu.

Skátar eru oft sýnilegir í hátíðarhöldum og er ekki mikil breyting í ár. Hægt verður að finna hressa skáta um allt land að bralla ýmislegt skemmtilegt! Við mælum með að þið kynnið ykkur dagskrána betur en hér er stiklað á stóru hvað skátafélögin eru að gera.

Klakkur á Akureyri sér um fánahyllingu, skrúðgöngu og einnig ætla þau að vera með tívolí þar sem hægt verður að prófa risatafl, frisbígolf og fleira skemmtilegt! Frekari upplýsingar hér.

Garðbúar í Bústaðarhverfi ætla að bjóða upp á hoppukastala fyrir framan skátaheimilið sitt. Frekari upplýsingar hér.

Fossbúar á Selfossi ætla að vera með ratleik um Selfoss Frekari upplýsingar hér.

Mosverjar í Mosfellsbæ bjóða upp á fjölskylduratleik um MosfellsbæS þar sem spennandi þrautir verða út um allt. Frekari upplýsingar hér.

Vífill í Garðabæ verður með Kanósiglingar við Ylströndina í Sjálandi og ratleik sem leiðir þátttakendur um bæinn. Auk þess munu þau standa heiðursvörð í Vídalínskirkju og selja snuð á meðan Eyþór Ingi syngur. Frekari upplýsingar hér.

Svanir á Álftanesi munu standa heiðursvörð í Safnaðarheimili Bessastaðasóknar og selja snuð á meðan Eyþór Ingi syngur í Álftanesi. Frekari upplýsingar hér. 

Faxi í Vestmannaeyjum leiðir skrúðgöngu frá íþróttamiðstöðinni. Frekari upplýsingar hér.

Strókur í Hveragerði mun taka þátt í skrúðgöngu og sjá um skemmtilegan ratleik fyrir fjölskylduna. Frekari upplýsingar hér.

Stígandi í Dalabyggð verður með candy floss til sölu, eldstæði og pylsur á pinnum á túninu bakvið stjórnsýsluhúsið. Frekari upplýsingar hér.

Heiðabúar í Reykjanesbæ verða með skrúðgöngu, draga stærsta íslenska fánann að húni, leiða fjallkonuna og sjá um fánahyllingu fyrir fjallkonuna. Frekari upplýsingar hér.

Skátar úr Reykjavík standa heiðursvakt í morgunathöfninni á Austurvelli. Frekari upplýsingar hér.