Verkefni 31 – Skáti er heiðarlegur
Í dag kynnum við verkefni dagsins með sjöttu grein skátalaganna að leiðarljósi ‘Skáti er heiðarlegur’. Hvers vegna er mikilvægt að vera heiðarleg/ur? Sem dæmi þá byggir þú upp traust meðal vina þinna og fjölskyldu með því að vera heiðarleg/ur. Dettur þér eitthvað annað í hug?
Verkefni dagsins er að byggja sína draumaborg, með heiðarleika að leiðarljósi. Mannfólkinu fer fjölgandi með hverjum deginum og fer stór hluti daglegs lífs fólks fram í stórborgum. Reiknað er með því að árið 2050 muni 2/3 hlutar jarðarbúa búa í borgum. Þetta setur kröfur varðandi búsetuhætti okkar og þær borgir sem við munum búa í. Við þurfum rafmagn, innviði, skóla og samgöngukerfi o.s.frv.
Jafnframt þurfum við að geta framleitt nægan mat og skapað nógu mörg
störf til að allir geti lifað góðulífi í borgum. Lífshættir okkar nú samsvara því að við notum þrjár og hálfa jörð til að sjá okkur fyrir nægum auðlindum. Þess vegna verðum við að breyta hugsunarhætti okkar varðandi það hvernig við skipuleggjum borgir.
Nú eigi þið að hugsa ykkar draumaborg, hugsið um það hvernig samgöngurnar eru, hvað er mikilvægt að hafa í borgum og hvar ætli þið að setja úrganginn? Einnig þurfi þið að ákveða hvar þið viljið að borgin sé, eru þið á Íslandi eða vilji þið komast nær miðbaugnum? Þið þurfið að taka mið af hitastigi og staðsetningu borgarinnar þegar þið setjið upp allt sem þið viljið hafa í borginni ykkar.
Finnið til efni heima hjá ykkur, þið getið nýtt úrklippur, dagblöð, föndurdótið ykkar og klósettrúllur! Nýtið það sem þið finnið heima og leyfið hugmyndarfluginu að ráða för.
Hér eru nokkrir punktar sem gott er að huga að þegar þið byggið ykkar borg:
- Hverjir og hversu margt fólk á að búa þarna?
- Hvaða möguleika hefur það?
- Hvernig fær fólk mat, vatn og orku?
- Við hvað vinnur fólkið?
- Hvernig er borginni stjórnað?
- Ríkir friður og ró í borginni?
- Hver eru tengsl borgarinnar við aðrar borgir?
- En við önnur byggðarlög?
- Hvernig er meðhöndlun á úrgangi og frárennsli háttað?
- Hvernig er heilsa fólksins tryggð?
- Hvernig er menntakerfið í borginni?
- Hvernig ferðast fólk innan borgarinnar?
- Er borgin bara fyrir fólk?
- Hvar kemst maður í skátafélag?
Fleiri Stuðkví verkefni:
04/05/2020
Lokafærslan: Happdrætti og merki
Happdrætti og merki Við viljum byrja á því að þakka öllum fyrir frábæra þátttöku! Við sendum sérstakar…
30/04/2020
Verkefni 46 – Útieldun
Verkefni 46 – Útieldun Ertu búin að ákveða hvað á að vera í matinn í dag? En ertu búin að ákveða hvar…
29/04/2020
Verkefni 45 – Moltutunna
Verkefni 45 – Moltutunna Eitt af helstu markmiðum okkar í tengslum við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna…
28/04/2020
Verkefni 44 – Vinabönd
Verkefni 44 – Vinabönd Heimsmarkmið númer 17 er samvinna um heimsmarkmiðin þar sem mikilvægt er að…
27/04/2020
Verkefni 43 – Hunangsflugur
Verkefni 43 – Hunangsflugur Hvað hefur þú séð margar hunangsflugur í sumar? Það hafa tvær risa stórar…
26/04/2020
Verkefni 42 – Heimsmarkmiðin heim
Verkefni 42 – Heimsmarkmiðin heima Í dag er markmiðið að vita meira um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna…
25/04/2020
Verkefni 41 – Dagur umhverfisins
Verkefni 41 – Dagur umhverfisins Stóri plokkdagurinn Í dag blæs Félagsskapurinn Plokk á Íslandi til…
24/04/2020
Verkefni 40 – Ræktaðu þitt eigið grænmeti
Verkefni 40 – Ræktaðu þitt eigið grænmeti Í dag ætlum við að setja upp aðstöðu til þess að rækta okkar…
23/04/2020
Verkefni 39 – Heimagerður ís í poka
Verkefni 39 – Heimagerður ís í poka Gleðileg sumar! Nú er sumarið, sem flestir eru búin að bíða spennt…