BERA ERINDI UNDIR STJÓRN BÍS
Eitt meginmarkmið Bandalags íslenskra skáta er að valdefla ungt fólk og hvetja skáta til virkrar þátttöku í sínu samfélagi. Þetta á líka við um það samfélag sem skátahreyfingin myndar sameiginlega á Íslandi.
Öllum skátum er heimilt að bera erindi undir stjórn Bandalags íslenskra skáta, og er þessi heimild lögfest í 21. grein laga BÍS. Hafir þú erindi sem þú vilt bera undir stjórn BÍS getur þú fyllt út formið hér að neðan.
Ef ætlunin er að tilkynna um óæskilega hegðun t.d. einelti, kynferðislegt áreiti eða hvers kyns annað form ofbeldis innan skátanna skal það gert með því að fylgja þessum hlekk á síðu Æskulýðsvettvangsins þar sem óháð fagráð tekur við slíkum tilkynningum.