BERA ERINDI UNDIR STJÓRN BÍS

Eitt meginmarkmið Bandalags íslenskra skáta er að valdefla ungt fólk og hvetja skáta til virkrar þátttöku í sínu samfélagi. Þetta á líka við um það samfélag sem skátahreyfingin myndar sameiginlega á Íslandi.

Öllum skátum er heimilt að bera erindi undir stjórn Bandalags íslenskra skáta, og er þessi heimild lögfest í 21. grein laga BÍS. Hafir þú erindi sem þú vilt bera undir stjórn BÍS getur þú fyllt út formið hér að neðan.

Ef ætlunin er að tilkynna um óæskilega hegðun t.d. einelti, kynferðislegt áreiti eða hvers kyns annað form ofbeldis innan skátanna skal það gert með því að fylgja þessum hlekk á síðu Æskulýðsvettvangsins þar sem óháð fagráð tekur við slíkum tilkynningum.

Vinsamlegast fylltu út fullt nafn. Sé ætlunin að tilkynna óæskilega hegðun skaltu fylgja þessum hlekk á síðu Æskulýðsvettvangsins þar sem þú getur komið tilkynningu í fullum trúnaði á óháð fagráð.
Fylltu út netfangs vo hægt sé að óska frekari upplýsinga frá þér og/eða tilkynna þér meðferð erindis þíns innan stjórnar BÍS.
Lýstu efni erindis í eins fáum orðum og hægt er t.d. "Næsta alheimsmót skáta" eða "Skátabúningurinn"
Setjið fram með skýrum hætti hvers er farið fram á við stjórn við meðferð erindis. T.d. "Að stjórn leiti góðra viðskiptakjöra í þrifum skátabúninga." eða "Að stjórn gefi mér tíma á fundi sínum til að kynna erindið í persónu."
Skýrið hvaða stefnuþætti þið teljið erindi ykkar styðja og útskýrið hvernig í stuttu máli. Sjá stefnu BÍS til 2025 hér.
Click or drag files to this area to upload. You can upload up to 100 files.
Vinsamlegast hlaðið hér upp gögnum sem kunna að tengjast erindinu.