Verkefni 30 – Skáti er tillitssamur
Verkefni dagsins er tileinkað fimmtu grein skátalaganna ‘Skáti er tillitssamur’. En hvað þýðir það? Að vera tillitssamur er að taka mið af öðru fólki og aðstæðum þess. Í dag erum við að upplifa tíma sem fólk þarf að vanda sig vel í að vera tillitssamt við aðra í kringum sig. Við eigum að virða 2 metra regluna og vanda okkur við handþvott og hreinlæti í kringum okkur. Það geta allir æft sig í að vera tillitssamur/söm og hér koma nokkrir leikir/æfingar sem þið getið prófað heima.
Skrifaðu vini eða ættingja bréf
Nú eru margir heima hjá sér og fólk er minna að hittast en vanalega. Því getur verið gaman að setjast niður og skrifa bréð eða póstkort til vina og ættingja og hrósa þeim eða segja þeim frá því hvernig ykkur þykir vænt um þau. Þið getið líka teiknað mynd og látið fylgja með bréfinu 🙂
Látbragð
Skrifaðu niður á miða hugmyndir um hvenær þú þarft að sýna tillitssemi, settu miðana í krukku og svo getur þú fengið fjölskylduna þína til að draga miða og leika það sem stendur á miðanum. Allir geta hjálpast að við að giska á hvaða aðstæður er verið að leika og hvað er best að gera í þessum aðstæðum.
Hugmyndir af atriðum til að leika:
- Mamma eða pabbi eru að elda en þú vilt sýna þeim eitthvað í snalltækinu þínu
- Þú ert að leika þér úti á leikvellinum og einhver er aldrei búin/n að prófa róluna
- Einhver er að koma inn á stigaganginn með fullt af innkaupapokum og á erfitt með að opna hurðina
- Vinur þinn er í heimsókn í fyrsta skiptið og vill leika sér með uppáhalds leikfangið þitt
Hlustunarleikir
Gott er að æfa sig í að hlusta á aðra og heyra hvað þau hafa að segja. Til eru margir leikir sem æfa hlustun en hér er dæmi um þrjá leiki sem þið getið prófað:
-
Orðaleikir
Til eru margir orðaleikir sem snúast um að hlusta vel á hina í hópnum.
- Til dæmis er hægt að fara í söguleikinn. Þá byrjar ein manneskja á að segja eitt orð og næsti tekur við og bætir við orði. Þannig gengur þetta hringinn og markmiðið er að segja saman sögu, án þess að vita um hvað hún fjallar.
- Annar leikur er að ein manneskja byrjar á að segja orð og næsti þarf að segja orð sem byrjar á sama staf og seinasti stafurinn í orðinu á undan.
- Sem dæmi: Ef ég segi bananI þá þarf næsta manneskja að segja orð sem byrjar á I
-
Símon segir
- Þið ákveðið einn stjórnanda
- Ef stjórnandinn byrjar setninguna sína á „Símon segir“ þá þurfi þið að fylgja því eftir sem hann segir
- Ef stjórnadninn byrjar ekki setninguna sína á „Símon segir“ þá á ekki að fylgja því eftir sem er sagt
- Dæmi:
- „Símon segir allir hoppa.“ Þá eiga allir að hoppa
- „Allir að hoppa.“ Þá á enginn að hoppa
-
Grænt, gult eða rautt ljós
- Valin er einn stjórnandi
- Hann segir annað hvort grænt ljós, gult ljós eða rautt ljós
- Ef hann segir grænt ljós þá eiga allir að hlaupa um
- Ef hann segir gult ljós þá eiga allir að hreyfa sig ofurhægt (slow-motion)
- Ef hann segir rautt þá eiga allir að frjósa
- Svo þarf að passa að hlusta vel til að heyra hvað á að gera
Fleiri Stuðkví verkefni:
04/05/2020
Lokafærslan: Happdrætti og merki
Happdrætti og merki Við viljum byrja á því að þakka öllum fyrir frábæra þátttöku! Við sendum sérstakar…
30/04/2020
Verkefni 46 – Útieldun
Verkefni 46 – Útieldun Ertu búin að ákveða hvað á að vera í matinn í dag? En ertu búin að ákveða hvar…
29/04/2020
Verkefni 45 – Moltutunna
Verkefni 45 – Moltutunna Eitt af helstu markmiðum okkar í tengslum við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna…
28/04/2020
Verkefni 44 – Vinabönd
Verkefni 44 – Vinabönd Heimsmarkmið númer 17 er samvinna um heimsmarkmiðin þar sem mikilvægt er að…
27/04/2020
Verkefni 43 – Hunangsflugur
Verkefni 43 – Hunangsflugur Hvað hefur þú séð margar hunangsflugur í sumar? Það hafa tvær risa stórar…
26/04/2020
Verkefni 42 – Heimsmarkmiðin heim
Verkefni 42 – Heimsmarkmiðin heima Í dag er markmiðið að vita meira um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna…
25/04/2020
Verkefni 41 – Dagur umhverfisins
Verkefni 41 – Dagur umhverfisins Stóri plokkdagurinn Í dag blæs Félagsskapurinn Plokk á Íslandi til…
24/04/2020
Verkefni 40 – Ræktaðu þitt eigið grænmeti
Verkefni 40 – Ræktaðu þitt eigið grænmeti Í dag ætlum við að setja upp aðstöðu til þess að rækta okkar…
23/04/2020
Verkefni 39 – Heimagerður ís í poka
Verkefni 39 – Heimagerður ís í poka Gleðileg sumar! Nú er sumarið, sem flestir eru búin að bíða spennt…