Alheimsmót
26. alheimsmót skáta í Póllandi 2027
26. Alheimsmót skáta í Póllandi 2027
Alheimsmót skáta er einn stærsti viðburður alþjóðlegrar skátahreyfingar þar sem þúsundir ungmenna frá öllum heimshornum sameinast í eina tjaldbúð. Mótið fer yfirleitt fram á fjögurra ára fresti og skiptast skátabandalög heimsbandalagsins WOSM á að vera gestgjafar. Á mótinu upplifa skátarnir samstöðu, ævintýri, frið og ólíka menningarheima ásamt því að fá tækifæri til að taka þátt í fjölbreyttri dagskrá sem stuðlar að persónulegum þroska skátans, leiðtogafærni og borgaravitund. Á þessari síðu mun helstu upplýsingum um mótið vera safnað saman.
Hér er hægt að nálgast allar helstu upplýsingar um mótið á opinberri heimasíðu mótsins.
Nýjustu fréttir um alheimsmót
Umsókn þátttakanda á alheimsmóti 2027
31/10/2025
Fararstjórar á Jamboree í Póllandi 2027
16/05/2025
Útköll í eftirfarandi stöður
Hér eru útköll í eftirfarandi stöður, við hvetjum áhugasöm að sækja um og bendum á að hægt er að sækja um í fleiri en eitt hlutverk. Fararteymið mun stækka með stækkandi fararhópi.
Umsókn þátttakanda á alheimsmóti 2027
31/10/2025
Útkall: Sveitarforingi á alheimsmót 2027
02/07/2025
Þema mótsins
Dirfska (e. braverly) er þema 26. alheimsmóts skáta og markmiðið með því er að hvetja ungt fólk til að sýna hugrekki í þágu framtíðar mannkynsins og plánetunnar.
Ungt fólk getur verið öðrum fyrirmynd með því að standa fyrir því sem það trúir á og hvetja til jákvæðra breytinga. Skátastarf getur valdeflt ungt fólk til þess að kynnast eigin styrkleikum og veikleikum og stuðlað að eigin þroska, ásamt því að efla eigin sjálfsvitund og þrautseigju og styrkja jafnvægið á milli náttúrunnar, tækninnar og andlegrar vellíðunnar. Skátar geta tekið frumkvæðið og stigið djörf skref inn í framtíðina.
Ungu fólki dreymir um betri framtíð fyrir samfélög sín og mörg upplifa sterka ábyrgð gagnvart heiminum í kringum sig.
Fullorðnir ættu að styðja við, hvetja, styrkja og veita ungmennum svigrúm í að uppgötva eigin möguleika og gera drauma sína að veruleika. Að ungmennin geti tjáð sig hátt og með hugrekki, að þau séu örugg í að dreyma stórt og taka til verka í takti við eigin sannfæringu. Að ungmennin geti lært af mistökum og fagnað sigrunum. Við eigum að gera okkar besta til að styðja þau í þessari vegferð og tryggja að þau finni sig ekki ein á meðan þau kanna og finna sína eigin leið.
Við viljum að 26. Alheimsmót skáta verði vettvangur sem hvetur ungt fólk til að sýna djörfung og bregðast við af kjarki fyrir hönd okkar allra og jarðarinnar.
Nú er tíminn kominn fyrir skáta til að vera breytingin, taka frumkvæðið og stíga fram með hugrekki. Við viljum hvetja ungt fólk til að fara út fyrir þægindarammann og taka virkan þátt í mikilvægum umræðum. Skátar munu læra að hlúa að eigin vellíðan. Við sjáum fyrir okkur jamboree sem veitir innblástur en hjálpar einnig ungu fólki að finna jafnvægi í sjálfu sér og læra að hugsa um andlega heilsu sína.

