Alheimsmót skáta í Póllandi 2027

30. júlí - 8. ágúst 2027

Alheimsmót skáta er einn stærsti viðburður alþjóðlegrar skátahreyfingar þar sem þúsundir ungmenna frá öllum heimshornum sameinast í eina tjaldbúð. Mótið fer yfirleitt fram á fjögurra ára fresti og skiptast skátabandalög heimsbandalagsins WOSM á að vera gestgjafar. Á mótinu upplifa skátarnir samstöðu, ævintýri, frið og ólíka menningarheima ásamt því að fá tækifæri til að taka þátt í fjölbreyttri dagskrá sem stuðlar að persónulegum þroska skátans, leiðtogafærni og borgaravitund. Á þessari síðu mun helstu upplýsingum um mótið vera safnað saman.

Hér er hægt að nálgast allar helstu upplýsingar um mótið á opinberri heimasíðu mótsins. 

Wyspa Sobieszewska

50.000 skátar
frá 140 löndum

180 íslenskir þátttakendur
104 foringjar og sjálfboðaliðar

5 skátasveitir
36 skátar í hverri sveit
4 sveitarforingjar

Þátttakendur á alheimsmóti verða vera á aldrinum 14 – 17 ára þegar mótið byrjar 30. júlí 2027 (fædd á bilinu 30. júlí 2009 – 30. júlí 2013).

Níu skátum er raðað saman í einn skátaflokk með einum foringja og fjórir flokkar saman mynda eina sveit.

Íslenski fararhópurinn mun fara út með 5 sveitir og því einungis 180 pláss fyrir íslenska þátttakendur. Fararhópurinn mun hittast fyrir ferðina á undirbúningsfundum og í sveitarútilegum þar sem hópnum er hristað saman og einnig verður farið yfir ferðalagið og dagskrá mótsins til að undirbúa þátttakendurna sem best.

Skilyrði fyrir þátttakendur

  • Vera orðin 14 ára og ekki orðin 18 ára þegar mótið hefst, 30. júlí 2027
  • Hafa farið á a.m.k. fjögurra nátta skátaviðburð og gist í tjaldi allan tímann
  • Hafa unnið sér inn færnimerkin:
    • Skyndihjálp
    • Hnífur
    • Útieldun
  • Vegna víðáttumikils mótsvæðis þarf þátttakandi að vera í góðu líkamlegu formi og geta fengið a.m.k. 10 kílómetra á dag (nema ef um sérstök frávik er að ræða)
  • Meðmæli frá sveitarforingja og einum úr félagaþrennunni þar sem hún er starfandi í félaginu, annars félagsforingja
  • Góð heilsa þar sem að á mótinu er mikil útivera og dagskrá sem krefst mikillar hreyfingar í +25°C hita og því mikilvægt að þátttakendur séu líkamlega hraustir
  • Þekki skátalögin og geti haft þau að leiðarljósi í allri vegferðinni í kringum mótið og í samskiptum við aðra.
  • Taka þátt í undirbúningsfundum og/eða útilegum sveitarinnar og fararhópsins til að tryggja að þátttakandi sé vel upplýstur og undirbúinn fyrir ferðina t.d.:
    • Hittingur fararhópsins á Landsmóti skáta á Hömrum 2026
    • Sveitarútilegur
    • Undirbúningsfundir sveitarinnar
  • Geta borið allan farangurinn sinn í einum bakpoka (18-20 kg) með minni dagspoka í u.þ.b. 30 mínútur (möguleg ganga frá rútunni að tjaldsvæðinu)
  • Hafa andlega burði til að búa þétt við frumstæðar aðstæður í fjölbreyttri mannflóru og miklu áreiti í þrjár vikur fjarri foreldrum/forráðafólki
  • Hafa jákvætt viðhorf gagnvart nýjum reynslum, ólíkum menningarheimum og að kynna íslenskt skátastarf á alþjóðlegum vettvangi
UMSÓKN ÞÁTTTAKENDA

Rúmlega þúsund skátar eldri en átján ára koma á alheimsmótskáta sem sjálfboðaliðar. Þau bera ábyrgð á daglegu lífi og almennum rekstri mótssvæðisins og framkvæmd dagskránnar yfir mótið. Aðalhlutverk sjálfboðaliðanna er því að sjá til þess að allt skipulag og framkvæmd mótsins gangi örugglega upp. Eru sjálfboðaliðarnir því lykillinn að árangursríku móti og án sjálfboðaliðanna er ekki hægt að halda alheimsmót.

Við hverju máttu búast sem sjálboðaliði mótsins?

Þau sem vilja skrá sig sem IST liða á alheimsmót þurfa að vera tilbúin til þess að sinna öllum þeim verkum sem þarf að sinna fyrir mót af þessari stærð. Sum hlutverk geta krafist langs vinnudags eða vinnu á nóttunni og einnig geta sum fengið hlutverk að aðstoða íslenska fararhópinn sérstaklega á mótinu. Að auki verða IST liðar að vera skráðir meðlimir Bandalags íslenskra skáta og verða hluti af íslenska fararhópnum á mótið.

Sjálfboðaliðarnir gista á sér sjálfboðaliðasvæði með öðrum sjálfboðaliðum og fararteymum. Á þessu sérsvæði er einnig að finna ýmsir dagskrámöguleikar fyrir sjálfboðaliðanna ásamt eigin matartjaldi þar sem eldað er fyrir sjálfboðaliðanna morgunmat og kvöldmat en hádegismaturinn verður yfirleitt nestirpakki sem þau taka með á sitt vinnusvæði.

Skilyrði fyrir sjálfboðaliða

  • Vera orðin 18 ára þegar mótið hefst, 30. júlí 2027.
  • Mæting á mótssvæðið fyrir sjálfboðaliðana er 27./28. júlí 2027 og brottför er 10. ágúst 2027.
  • Geta séð um sig sjálf við fjölbreyttar og krefjandi aðstæður.
  • Hafa getu til þess að vera þrjár vikur í tjaldútilegu við frumstæðar aðstæður og taka þátt í tjaldbúðalífi.

Reynsla sjálfboðaliða

  • Reynsla af allskonar aðstæðum, t.d. ólíku hitastigi, svefnvenjum, matarvenjum o.fl.
  • Vera tilbúin til þess að vinna ólík störf og hafa opinn huga gagnvart því að prófa eitthvað nýtt.
  • Hæfni og jákvætt viðmót gagnvart samvinnu með fjölbreyttum, ólíkum og alþjóðlegum hópi fólks.
  • Kostur að hafa verið sjálfboðaliði á skátamóti eða í stjórn skátamóts, starfað í vinnuhópi BÍS, unnið í hóp við krefjandi verkefni eða viðburð.
UMSÓKN SJÁLFBOÐALIÐA (IST)

Fræðsla og þjálfun sjálfboðaliða

Sjálfboðaliðar mótsins þurfa að fá viðeigandi þjálfun fyrir sín hlutverk og verkefni sem mótið sjálft sér um. Einnig eru ákveðin námskeið sem öll yfir átján ára og koma á einhvern hátt að mótinu þurfa að sækja og geta sýnt fram á vottun eða viðurkenningu um að hafa staðist þau námskeið, eins og t.d. Safe from Harm.

Sumar fræðslur og námskeið munu sjálfboðaliðarnir geta nýtt sér áfram eftir Alheimsmótið í eigin lifi og starfsframa. Mótið vonar að sjálfboðaliðarnir nýti sér þá þjálfun og fræðslu sem er í boði til þess að styrkja eigin kunnáttu og getu.

Hér er gróf tímalína fyrir sjálfboðaliðana til að miða við fyrir mótið.

    • Mars 2026 – Verkefnalisti fyrir IST gefinn út
    • Maí 2026 – Opnað fyrir almenna fjar-fræðslu fyrir sjálfboðaliða
    • Maí 2026 – Um miðjan maí geta skráðir sjálfboðaliðar byrjað ferlið við að velja sér verkefni
    • Febrúar 2027 – Lokað fyrir umsóknir í að velja verkefni
    • Apríl 2027 – Opinberað hvaða hlutverk sjálfboðaliðarnir fengu. Fjarþjálfun hefst fyrir hlutverkin frá apríl til júní
    • Júlí 2027 – Þjálfun á staðnum þegar sjálfboðaliðarnir mæta á staðinn

Skemmtileg og þroskandi upplifun sjálfboðaliða

Þrátt fyrir að sjálfboðaliðarnir eru að koma á mótið til þess að gefa frá sér vinnu þá á þessi reynsla líka að vera skemmtileg! Mótið vill tryggja að sjálfboðaliðarnir fái líka tækifæri til að njóta sín og hafa gaman á meðan þau stuðla að velgengni mótsins.

IST- upplifunin er hönnuð til að efla, styðja og fagna hverjum sjálfboðaliða og tryggja að tíminn á Jamboree snúist ekki einungis um að sinna skyldum, heldur einnig um að vaxa, læra og skapa minningar. Til að tryggja jákvæða upplifun sjálfboðaliðanna mun mótið leggja áherslu á eftirfarandi þætti:

Virk þátttaka

Hver sjálfboðaliði fær tækifæri til að velja hlutverk sem fellur að sínu áhugasviði og hæfni. Til að tryggja að öll séu vel undirbúin fyrir hlutverkið verður bæði rafræn fræðsla fyrir mótið og þjálfun þegar komið er á staðinn. Einnig mun mótið senda frá sér gagnleg ráð, mikilvægar upplýsingar og hlýjar móttökur fyrir hvert hlutverk svo öll séu örugg og tilbúin fyrir sín verkefni þegar kemur að mótinu.

Stuðningur

Á meðan að mótinu stendur verður sífellt boðið upp á tækifæri til náms í gegnum fjölbreyttar fræðslur, vinnustofur og smiðjur. Sem getur nýst sjálfboðaliðunum langt umfram mótið sjálft.

Mótið mun vera með sérstakt endurmats kerfi sem gerir sjálfboðaliðunum kleift að deila hugmyndum sínum, áskorunum og koma ráð eða úrbætur til að tryggja að raddir sjálfboðaliðanna fái að heyrast.

Viðurkenning

Sérstök sjálfboðaliða dagskrá verður til staðar svo sjálfboðaliðar geta skapað sína eigin persónulegu leið í gegnum Jamboree. Sú leið mótast af áhuga þeirra, áskorunum og þekkingu og gerir IST kleift að velja og skapa hluta af sinni eigin upplifun. Fá IST-liðar tækifæri til að uppgötva skemmtilegar, ævintýralegar og gagnvirkar athafnir sem auðga Jamboree-upplifunina, hvort sem þetta er í fyrsta skipti eða í tíunda sinn sem þeir taka þátt sem IST.

Hægt er að vinna tvö sjálfboðaliðamerki annars vegar the IST Experience Award sem viðurkennir vinnu, þjálfun og framlag sjálfboðaliða á einstakan hátt. Svo hins vegar The Thank You Programme sem veitir hverjum sjálfboðaliða stafrænt viðurkenningarskírteini, og þeir sem ganga lengra en ætlast er til fá aukið skírteini sem undirstrikar framúrskarandi þjónustu þeirra.

Fararstjórar

Fararstjórar hópsins eru Dagbjört Brynjarsdóttir (Dagga) úr Mosverjum og Dagmar Ýr Ólafsdóttir úr Skjöldungum.

Þær hafa verið saman í skátaflokk í mörg ár, eru Gilwell skátar og hafa að auki tekist á við ýmiss skátaverkefni, bæði stór og smá!

Hægt er að senda fyrirspurn á fararteymið í gegnum netfangið þeirra jambo2027@skatarnir.is

Dagbjört Brynjarsdóttir
dagga(hjá)skatarnir.is

Dagmar Ýr Ólafsdóttir
dagmar(hjá)skatarnir.is

Fararteymið

Fararstjórunum til halds og trausts er flottur flokkur skáta sem mynda fararteymið og mun aðstoða þær í ýmsum verkefnum sem kemur að undirbúning og skipulagi ferðarinnar.

Á myndinni má sjá hluta fararteymisins og sveitarforingjanna.

Þema mótsins

Dirfska (e. braverly) er þema 26. alheimsmóts skáta og markmiðið með því er að hvetja ungt fólk til að sýna hugrekki í þágu framtíðar mannkynsins og plánetunnar.

Ungt fólk getur verið öðrum fyrirmynd með því að standa fyrir því sem það trúir á og hvetja til jákvæðra breytinga. Skátastarf getur valdeflt ungt fólk til þess að kynnast eigin styrkleikum og veikleikum og stuðlað að eigin þroska, ásamt því að efla eigin sjálfsvitund og þrautseigju og styrkja jafnvægið á milli náttúrunnar, tækninnar og andlegrar vellíðunnar. Skátar geta tekið frumkvæðið og stigið djörf skref inn í framtíðina.

Ungu fólki dreymir um betri framtíð fyrir samfélög sín og mörg upplifa sterka ábyrgð gagnvart heiminum í kringum sig.

Fullorðnir ættu að styðja við, hvetja, styrkja og veita ungmennum svigrúm í að uppgötva eigin möguleika og gera drauma sína að veruleika. Að ungmennin geti tjáð sig hátt og með hugrekki, að þau séu örugg í að dreyma stórt og taka til verka í takti við eigin sannfæringu. Að ungmennin geti lært af mistökum og fagnað sigrunum. Við eigum að gera okkar besta til að styðja þau í þessari vegferð og tryggja að þau finni sig ekki ein á meðan þau kanna og finna sína eigin leið.

Við viljum að 26. Alheimsmót skáta verði vettvangur sem hvetur ungt fólk til að sýna djörfung og bregðast við af kjarki fyrir hönd okkar allra og jarðarinnar.

Nú er tíminn kominn fyrir skáta til að vera breytingin, taka frumkvæðið og stíga fram með hugrekki. Við viljum hvetja ungt fólk til að fara út fyrir þægindarammann og taka virkan þátt í mikilvægum umræðum. Skátar munu læra að hlúa að eigin vellíðan. Við sjáum fyrir okkur jamboree sem veitir innblástur en hjálpar einnig ungu fólki að finna jafnvægi í sjálfu sér og læra að hugsa um andlega heilsu sína.

Almennt um dagskrá mótsins

Mótið hefst með opnunarathöfn þann 30. júlí 2027 og heldur fjörið áfram fram að slitum þann 8. ágúst 2027. Dagskrá mótsins verður skýrari þegar nær dregur en henni er skipt í fjóra flokka: tjaldbúðardagskrá, dagskrárþorp, dagskrártorg og önnur dagskrá. Dagskráin mun innihalda eftirfarandi dagskrárliði, dagskrárþorp, dagskrártorg, tjaldbúðardagskrá, alþjóðardagurinn, trúarathafnir ásamt trúar og lífskoðunarsvæði o.s.frv.

Einnig verður sér dagskrá fyrir sjálfboðaliða (IST) Frjáls félagasamtök munu sjá um fræðslu dagskrárliði og nærsamfélög í kringum mótssvæðið munu sjá um dagskrá utan mótssvæðis sem gefur þátttakendum tækifæri á að kynnast sögu og menningu Póllands.

Dagskrársvæðin

Aðaldagskrá (e. Modular Programme)

Þema mótsins, hugrekki, kemur sterkt inn í aðaldagskránni þar sem skátarnir eru hvattir til hugrekkis í eigin lífi og í sínu nærsamfélagi með því að fara í ævintýri bæði á mótssvæðinu og utan mótssvæðis. Þátttakendurnir munu á hverjum degi upplifa nýjungar sem gefur þeim tækifæri á að styrkjast líkamlega, andlega, félagslega og tilfinningalega. Þátttakendurnir fá að leika sér í skóginum, á ströndinni, í borginni Gdańsk, kynnast pólskri skátatjaldbúð og margt fleira.

Skátarnir munu fara saman í aðaldagskrána í flokkum og ákveðið er fyrirfram í hvaða dagskrá hver flokkur fer í en í sumum tilfellum er hægt að skipta innbyrðis við aðra flokka. Einnig fer sveitin saman í dagskrá í sumum tilfellum.

Yfirlit yfir aðaldagskrá á mótssvæðinu

  • Strönd – Lögð er áhersla á líkamlega og andlega vellíðan með allskonar dagskrámöguleikum tengdum ströndinni
  • Skógur – Súrringar, eldstæði, hnútar, skýli og hefðbundin skógarskátun verða við völd hér.
  • Kaleidoscope – Dagur sem skátarnir geta skipulagt sjálf með úrvali af allskonar smiðjum, leikjum, núvitund og sköpun.
  • Engi – Menning, gagnrýnin hugsun, listræn tjáning og hópavinna.
  • Þorp – Skoðum hvað er að vera þegn í nær- og alþjóðlegum samfélögum, skoðum réttsýni og sjálfbærni.

Yfirlit yfir aðaldagskrá utan mótssvæðis

  • Camp-in-camp – Heill sólarhringur í tjaldbúð utan mótssvæðis.
  • Borgin –  Skoðum Gdansk.
  • Áin – Vatnadagskrá eins og bátar og siglingar.

Dagskrártorg (e. Plaza Programme)

Í dagskrátorgunum munu þátttakendur kynnast nýjum menningum og hugmyndum. Þar verða alþjóðleg tjöld og kynningar sem gefa þátttakendum innsýn í ólíka menningarheima.

Til dæmis verður eftirfarandi dagskrá í boði á dagskrátorginu:

  • Alþjóðatorgið – Bandalögin sem eiga þátttakendur á mótinu verða með allskonar kynningar frá sínu skátastarfi og heimkynnum.
  • Einn heimur – Svæði á torginu þar sem heimsbandalögin kynna starfsemi sína og dagskrá.
  • Trúar-og lífsskoðunar svæði – Svæði fyrir ólíka trúarhópa til að stunda sína trú ásamt svæði fyrir einstaklinga að stunda hugleiðslu og núvitund.
  • Samstarfsaðilar – Svæði fyrir utanaðkomandi samstarfsaðila til að vera með kynningar á sinni starfssemi, eins og t.d. sameinuðu þjóðirnar
  • Jafnréttissvæði –  Svæði tileinkað boðskapnum um jafnrétti og inngildingu.
  • Skátasafnið – Bæði sjónræn og gagnvirk sýning um pólska skátasögu á 5 tungumálum.
  • Skátabúðin – Skátabúð verður á svæðinu með ýmsum skáta varningi.
  • Matartorg – Sum lönd ætla að koma með brot af matarmenningunni sinni og verða ýmsir ,,veitingarstaðir“ með allskonar fjölbreyttum mat í boði.

Önnur dagskrá (e. Supporting Events)

Þemað Hugrekki mun einnig vera áberandi í annrri dagskrá í sögulegu samhengi, þar sem skátarnir skoða fortíð, nútíð og framtíð. Til dæmis munu þátttakendur fá tækifæri til að ræða nútímavandamál heimsins og finna alvöru lausnir á þeim heimsvandamálum. Einnig verður kynnt til leiks sér Jamboree borðspilið sem þátttakendur geta spilað.

Einnig á skátahreyfingin 120 ára afmæli sem verður fagnað á mótinu. Í hátíðarhöldunum munum við kynnast mikilvægum áhrifavöldum í skátasögunni og þeim sem hafa stuðlað að jákvæðum breytingum í heiminum.

Tjaldbúðardagskrá (e. Subcamp Programme)

Einn stærsti hluti dagskránnar á Alheimsmóti skáta í Póllandi 2027 er lífið í tjaldbúðunum sjálfum. Jamboree teymið úti í Póllandi vill tryggja þátttakendum öruggt umhverfi til að mynda alþjóðlegar vináttur og skapa minningar. Einnig verður frjáls tími til að vinna sér inn Samstöðumerkið þar sem skátarnir þurfa að kanna hvernig hugrekki, friður og vinátta getur breytt heiminum.

Dagskráin í tjaldbúðinni er valfrjáls en ýmislegt verður í boði fyrir skátana að gera eins og t.d.

  • Frjáls tími – Vettvangur verður fyrir ýmsar íþróttir, borðspil og félagsleiki hvort sem það verður fyrir einstaklinginn, í flokkum eða fyrir alla sveitina.
  • Samstöðumerkið – Hægt er að vinna sér inn sér merki á mótinu með því að taka þátt í ýmsum áskorunum og vinna flokksverkefni sem tengist friðsamlegu samfélagi.
  • Opnunarleikar – Á fyrsta degi mótsins verður hægt að taka þátt í opnunarleikum þar sem skátaflokkarnir eru hvattir til að kynnast sínu þorpi og læra hvernig þau geta tekið þátt í að gera mótið að sjálfbæru móti.
  • Alþjóðlegi dagurinn – Á þessu móti er alþjóðlegi dagurinn flæðandi og verður einn dagur tileinkaður öllum fjölbreyttu menningunum þar sem hvert land kynnir sínar hefðir, siðir, þjóðsögur, matarvenjur, þjóðbúninga, þjóðardansa eða leiki með mótinu,

Mótssvæðið og loftslag

Mótið er haldið við sjóinn í norður Póllandi á svæði sem heitir Wyspa Sobieszewska nálægt borginni Gdańsk.

Í um 1.000 ár hefur borgin Gdańsk orðið fyrir mismunandi menningar- og trúarlegum áhrifum ásamt því að fjölmargir sögulegir atburðir hafa átt sér stað í gegnum aldirnar sem hefur sett sitt strik á borgina. Til að mynda á Samstöðuhreyfingin uppruna sinn að rekja til Gdańsk sem friðarverðlaunahafi Nóbels, Lech Walęsa, stofnaði. En hreyfingin átti stóran þátt í að uppræta kommúnisma í bæði Póllandi og austur Evrópu.

Þó svo að Wyspa Sobieszewska sé í einungis 20 mínútna fjarlægð frá sögulegri miðju Gdańsk þá hefur svæðið náð að halda í sitt náttúrulega umhverfi og einkenni. Svæðið er umkringt bæði sjó og ám og var myndað með því að stjórna árósum Vistula árinnar þegar hún rennur út í Eystrasalt og nýtur því stöðu sem vistfræðilegt friðland. Náttúruleg einkenni svæðisins og örloftslag gerir mótssvæðið að útivistarparadís á sumrin með fjölbreyttu landslagi, t.d. með skóglendi við sjóinn, nokkra kílómetra af breiðri strönd, falleg opin tún og ræktarland.

Skátarnir fá tækifæri til að kynnast náttúrutöfrum Wyspa Sobieszewska en mótssvæðið sjálft samanstendur af 300 hektörum af túnum, engjum, skógi og strönd sem gerir svæðið kjörið fyrir tjaldbúðarlíf og fjölbreytta dagskrá.

17-21°C

55% raki

~ 7 dagar í mánuði

Tjaldbúðarlífið

Tjaldbúðinni er skipt í fjögur þorp sem eru flokkuð eftir litum, rauða þorpið, fjólubláa þorpið, gula þorpið og græna þorpið.

Hvert þorp samanstendur af fjórum tjaldsvæðum sem þýðir að þátttakendum er dreyft á 16 mismunandi tjaldsvæði sem heita eftir pólskum plöntum og blómum. Rúmlega 2.250 skátar munu gista á hverju tjaldsvæði sem skiptast í rúmlega 56 sveitir.

Þorpa- og tjaldbúðardagskrá

Tjaldbúðarlífið er risastór partur af skátamóts upplifuninni og er alheimsmótið engin undantekning þar á. Tjaldbúðardagskráin er yfirleitt valkvæð þar sem skátarnir einblína á að kynnast nágrönnum sínum og taka þátt í ýmsum uppákomum í sínu þorpi. Til dæmis verður í boði að:

  • Frjáls tími – Vettvangur verður fyrir ýmsar íþróttir, borðspil og félagsleiki hvort sem það verður fyrir einstaklinginn, í flokkum eða fyrir alla sveitina.
  • Samstöðumerkið – Hægt er að vinna sér inn sér merki á mótinu með því að taka þátt í ýmsum áskorunum og vinna flokksverkefni sem tengist friðsamlegu samfélagi.
  • Opnunarleikar – Á fyrsta degi mótsins verður hægt að taka þátt í opnunarleikum þar sem skátaflokkarnir eru hvattir til að kynnast sínu þorpi og læra hvernig þau geta tekið þátt í að gera mótið að sjálfbæru móti.
  • Alþjóðlegi dagurinn – Á þessu móti er alþjóðlegi dagurinn flæðandi og verður einn dagur tileinkaður öllum fjölbreyttu menningunum þar sem hvert land kynnir sínar hefðir, siðir, þjóðsögur, matarvenjur, þjóðbúninga, þjóðardansa eða leiki með mótinu,

Glærur frá kynningarfundi

Kynningarmyndband frá mótinu

Útköll í eftirfarandi stöður

Hér eru útköll í eftirfarandi stöður, við hvetjum áhugasöm að sækja um og bendum á að hægt er að sækja um í fleiri en eitt hlutverk. Fararteymið mun stækka með stækkandi fararhópi.


BANDALAG ÍSLENSKRA SKÁTA


Hraunbær 123,110 Reykjavík (sjá á korti)Sími: 550 9800Netfang: skatarnir@skatarnir.is 

OPNUNARTÍMI SKRIFSTOFU

Mánudaga – fimmtudaga: 09:00 – 16:00Föstudaga: 09:00 – 13:00

Privacy Preference Center