Verkefni 7 – Gátur og þrautir
Er ekki tilvalið að þjálfa heilann aðeins á þessum fallega sunnudegi? Við mælum með að setja skemmtilega tónlist á fóninn og hvetja alla sem eru heima til að prófa! Ekki gleyma að láta okkur vita hvernig gekk og ef þið kunnið fleiri þrautir eða gátur þá ekki hika við að senda þær inn og leyfa okkur hinum að prófa 🙂
Skemmtu þér vel og ekki gleyma að deila með okkur þegar þið finnið lausnirnar –> #skátarnir #stuðkví
Fyrsta þrautin er orðarugl! Getur þú fundið öll týndu orðin? Þegar þú ert búin getur þú prófað að búa til þitt eigið orðarugl og leyft öðrum að prófa:)
Önnur þrautin er peningaröðin! Hér sérðu mynd af peningum þar sem fjöldi peninga í annarri röðinni eru 4 og í hinni röðinni eru 5. Getur þú, með því að færa EINN pening, haft raðirnar þannig að BÁÐAR raðirnar séu með 5 peningum?
Þriðja þrautin er skátadulmál. Skátadulmál er vinsælt meðal skáta og hefur meðal annars verið notað í leikjum, bréfaskriftum og dagbókarfærslum. Nærð þú að finna út úr því? Notaðu fyrri myndina til að leysa skátadulmálið.
Fleiri Stuðkví verkefni:
04/05/2020
Lokafærslan: Happdrætti og merki
Happdrætti og merki Við viljum byrja á því að þakka öllum fyrir frábæra þátttöku! Við sendum sérstakar…
30/04/2020
Verkefni 46 – Útieldun
Verkefni 46 – Útieldun Ertu búin að ákveða hvað á að vera í matinn í dag? En ertu búin að ákveða hvar…
29/04/2020
Verkefni 45 – Moltutunna
Verkefni 45 – Moltutunna Eitt af helstu markmiðum okkar í tengslum við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna…
28/04/2020
Verkefni 44 – Vinabönd
Verkefni 44 – Vinabönd Heimsmarkmið númer 17 er samvinna um heimsmarkmiðin þar sem mikilvægt er að…
27/04/2020
Verkefni 43 – Hunangsflugur
Verkefni 43 – Hunangsflugur Hvað hefur þú séð margar hunangsflugur í sumar? Það hafa tvær risa stórar…
26/04/2020
Verkefni 42 – Heimsmarkmiðin heim
Verkefni 42 – Heimsmarkmiðin heima Í dag er markmiðið að vita meira um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna…
25/04/2020
Verkefni 41 – Dagur umhverfisins
Verkefni 41 – Dagur umhverfisins Stóri plokkdagurinn Í dag blæs Félagsskapurinn Plokk á Íslandi til…
24/04/2020
Verkefni 40 – Ræktaðu þitt eigið grænmeti
Verkefni 40 – Ræktaðu þitt eigið grænmeti Í dag ætlum við að setja upp aðstöðu til þess að rækta okkar…
23/04/2020
Verkefni 39 – Heimagerður ís í poka
Verkefni 39 – Heimagerður ís í poka Gleðileg sumar! Nú er sumarið, sem flestir eru búin að bíða spennt…