Verkefni 6 – Eldfjall

How to Make a Papier Mache Erupting Volcano for the Science Fair

ELDFJALL

Hefur þig alltaf langað til að gera þitt eigið eldfjall? Íslendingar þekkja mörg eldfjöll og kannast við sögur af eldgosum. Prófaðu að búa til þitt eigið eldfjall, og láttu það gjósa!

Hér að neðan eru grunn upplýsingar fyrir verkefnið, en þú getur farið á þessa vefsíðu og skoðað þetta myndband til þess að sjá hvernig skal búa til eldfjall skref fyrir skref.

Það sem þú þarft:

  • Tóma plastaflösku, helst 500 ml
  • Dagblöð
  • Límband
  • Box til að setja eldfjallið í
  • Hveiti og vatn (fyrir pappírsmassann, sjá hér að neðan)
  • Málningu, til dæmis akrílmálningu
  • Vatnshelt lakk ef þú vilt nota eldfjallið aftur og aftur

Pappírsmassi:

Kíktu á þessa vefsíðu til að sjá frekari leiðbeiningar.

  1. Blandaðu einum hluta af hveiti við tvo hluta af vatni í gamalt ílát, til dæmis 1/2 bolla hveiti og 1 bolla af vatni.
  2. Settu blönduna í örbylgjuofn og hitaðu vel.
  3. Örbylgjuofnar eru með mismunandi stillingar, svo þetta gæti tekið 30 sek – 3 mín. Hrærðu í blöndunni inn á milli og fylgstu vel með.
  4. Blandan mun vera mjög heit, svo þú vilt kæla hana smá. Það er hægt að geyma blönduna í lokuðu íláti í ísskáp í 1-2 daga.

Fyrir eldgosið:

  • Rauðan matarlit
  • Heitt vatn
  • Matarsóda
  • Edik

#stuðkví

Skemmtu þér vel! Sýndu okkur eldfjallið þitt með því að setja mynd eða myndband á samfélagsmiðla undir myllumerkinu #skátarnir og #stuðkví. Hlökkum til að sjá!