Þroski – samheldni – heiðarleiki
Glæsilegur hópur skáta fengu Gilwell einkennin sín afhent á hátíðlegri stund í Gilwell skálanum um helgina. Þeir sem fá Gilwell einkenni hafa lokið 10 daga leiðtogaþjálfun og gert lokaverkefni. Gilwell leiðtogaþjálfun er æðsta stig foringjaþjálfunar BÍS. Fyrsti hluti ævintýrsins var í febrúar, í júní var tjaldbúð reist á Úlfljótsvatni í 5 daga þar sem fræðslu var blandað við tjaldbúðarupplifun. Þriðji og síðasti hlutinn var svo núna um helgina. Hápunktur helgarinnar var þegar skátarnir kynntu Gilwell verkefnið sitt fyrir hópnum en þau völdu sér verkefni á vordögum sem þau unnu svo að fram á haust. Óhætt er að segja að verkefnin hafi verið fjölbreytt, allt frá því að smíða sturtuhús við vatnasafaríið á Úlfljótsvatni í að gera handbók fyrir fararstjóra á Landsmót skáta og endurskoða hlutverk sjálfboðaliðaforingja.
Þó nokkrir gestafyrirlesarar hafa komið að námskeiðunum en á þessum síðasta hluta má nefna Jakob Frímann Þorsteinsson og Vöndu Sigurgeirsdóttur, Elínu Ester, Hrönn Pétursdóttir, Guðrúnu Ásu og Arnór Bjarka Svarfdal. Þau eru öll skátar og miklir leiðtogar á sínum sviðum í atvinnulífinu en leiðtogafræði og leiðtogaþjálfun var einmitt þema helgarinnar og unnið er með hæfni hvers og eins
Skátarnir fjórtán eru á aldrinum 20 – 52 ára og koma úr 9 skátafélögum. Skipt var í flokka í upphafi sem héldust í gegnum ferlið, flokkarnir unnu saman að stórum sem smáum verkefnum. Síðasta verkefni þeirra var að velja eitt orð sem lýsir upplifun af námskeiðinu – þessi orð urðu fyrir valinu: Þroski – samheldni – heiðarleiki