Skátaþing var sett í gærkvöldi

Skátaþing var sett í gærkvöldi með hátíðlegri setningarathöfn sem var einkar vel sótt en yfir 160 manns sóttu setninguna. Skátaþing fer fram í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði og eru gestgjafar þingsins skátafélagið Hraunbúar. Harpa Ósk Valgeirsdóttir, skátahöfðingi, setti þingið og ávarpaði þingheim.

Ávörp fluttu Ólafur Proppé landsgildismeistari, Bjarni Freyr Þórðarson félagsforingi Hraunbúa og Ágúst Þorsteinsson fyrrverandi skátahöfðingi.

Veitt voru heiðursmerki og hetjudáðarmerki, en sjaldgæft er að hetjudáðamerki séu afhent.

Hetjudáðarmerki hlutu:

Anna Kristjana Helgadóttir, skátafélaginu Klakki, fyrir rétt viðbrögð þegar dróttskáti ökklabrotnaði í Viðey.

Jón Andri Helgason, skátafélaginu Árbúum, fyrir lífsbjörg þegar Crean farar misstu fæturnar í straumharðri á fyrr á árinu.

Matthildur Guðrún Hlín Leósdóttir, 8 ára, skátafélaginu Heiðabúum, fyrir rétt viðbrögð þegar hún og móðir hennar voru tvær heima og kransæð rofnaði hjá móður hennar. Matthildur lét móður sína hringja í 112 og hlúði að móður sinni þar til sjúkrabíll kom.

Nokkur skemmtileg verkefni voru kynnt þingheim en það voru kynningar á samstarfi skátamiðstöðva á Íslandi, Landsmóti skáta 2026, hringferð sem verið er að leggja í en markmið hennar er að fjölga skátum og skátafélögum í landinu. Að lokum var kynnt hughrifaherferð og sýnt var frá fyrsta tökudegi hennar.

Skemmtilegt er að segja frá því að 50% atkvæða þingsins eru í höndum ungmenna á aldrinum 13-25 ára.

Þingstörf halda áfram í dag 5. apríl en þinginu lýkur á morgun.