Tæplega 90 skátar mættir á Roverway í Noregi

Síðustu helgi lögðu tæplega 90 íslenskir skátar af stað á vit ævintýranna til Noregs á Roverway. Stór hluti hópsins aðstoðaði og tók þátt þátt í Landsmóti skáta 2024 sem lauk fyrir helgi, því aðeins nokkrum dögum áður en flogið var út.

Roverway byrjar á því að flokkar fara í leiðir (e: paths) sem þau eru búin að velja og því byrja þau á mismunandi stöðum áður en þau enda öll saman í Stavanger. Hluti hópsins fór því til Osló á meðan restin hélt áfram til Stavanger og gisti því hópurinn í tvennu lagi fyrstu nóttina.

 

Við komu til Stavanger var gríðarleg rigning og var íslenska fararstjórnin stoppuð þrisvar af starfsfólki mótsins til þess að segja þeim frá því hversu góður andir er yfir hópnum þrátt fyrir að öll væru gengsósa og þreytt eftir 20 tíma ferðalag. Má segja að þau séu orðin vön þessari rigningu og láta hana ekkert stoppa sig.

Frábært veður var um kvöldið í Osló, tjaldað í blíðu og fór hópur saman í kvöldmat í golfskála. Þau fengu þó að upplifa þessa sömu rigningu morguninn eftir, þegar þau pökkuðu saman búnaðinum sínum til að halda áfram á sína leið. 

 

Hóparnir eru núna á víð og dreif um Noreg (og einn í Danmörku) að leggja af stað í 11 mismunandi ferðalög sem standa fram á föstudag. Eftir það sameinast allir þátttakendur Roverway í Stavanger fyrir meiriháttar skemmtidagskrá. 

Ekki bara fengum við frábærann hóp til þess að ferðast með heldur erum við með framúrskarandi IST sem að taka þátt á mótinu sem starfsmannastuðningur. Það hefur gert gæfumuninn í þessari ferð hvað skátaandinn er sterkur, grunnt liggur á hjálpseminni, og allar töskur með góða skapinu virðast hafa skilað sér.

 

Hægt er að fylgjast með hópnum á Instagram reikningingi þeirra roverway.iceland og mælum við með því!