Nýjar reglugerðir og afsökunarbeiðni fyrir WSJ23 á Alheimsþingi

Alheimsþing skáta fer nú fram í Egyptalandi og á Bandalag íslenskra skáta tvo fulltrúa þar, þau Berglindi Lilju Björnsdóttur og Daða Má Gunnarsson.

Ýmislegt hefur verið á dagskrá en meðal annars var samþykkt níu ára áætlun til að tryggja öryggi á viðburðum, stórum sem smáum. Áætlunin er þróuð í nánu samstarfi við hagsmunaaðila og leggur áherslu á öryggi, tækniframfarir og að öll séu velkomin með óháð kyni, trú, kynhneigð, fötlun eða öðru. Markmiðið er að setja hærri staðla í að tryggja að Alþjóðlegir viðburðir séu öruggir, grípandi, áhrifamiklir og hvetjandi fyrir næstu kynslóðir leiðtoga. Hægt er að lesa nánar um áætlunina hér.

Bandalag Kóresku skátanna baðst afsökunar til allra bandalaga, þátttakenda alheimsmóts 2023 og aðra hlutaðeigandi og lýsir eftirsjá yfir göllum mótsins og þeim erfiðleikum sem öll þurftu að takast á við. Þau hafa endurmetið mótið og lýstu þeim atriðum sem fóru úrskeiðis til að hægt verði að koma í veg fyrir slíkt á komandi mótum. Hægt er að horfa á myndbandið hér, en það hefst á mínútu 46:33.

Einnig var lögð fram viðburðarreglugerð sem gengur út á viðburðarstefnu þar sem ábyrgð er skýr, væntingastjórnun er skilvirk og öryggi tryggt. Stefnan miðar að því að geta haft öruggari, sjálfbærari og áhrifaríkari viðburði um leið og traust meðal aðildarfélaga og gestgjafa er gætt. Einnig mun WOSM hafa auknari heimildir til að stíga inn í og veita utanumhald og aðstoð.