Myndaratleikur um eyjuna Soumenlinna

Höfundur og myndir: Ísold Vala Þorsteinsdóttir

Dagur 1 á Ung i Norden í Finnlandi
Til að byrja með voru allar upplýsingar sem voru gefnar fyrir viðburðin mjög skýrar og mjög hjálplegar. T.d. Hvernig maður kæmist frá flugvellinum að hostelinu og hvernig dagskráin yrði.
Þegar ég lenti í Helsinki vissi ég strax hvert ég átti að fara og var komin á hostelið á innan við hálftíma. Hitti þar mótstjórana, þær Ronju og Kimmel og voru þær mjög almennilegar og hjálplegar. Ég kom mér fyrir í koju og svo var farið í kynningarleiki.
Það fannst nánast öllum mjög áhugavert að ég væri eini Íslendingurinn, það voru meira að segja fleirri frá færeyjum, en við lærðum nöfnin á öllum (eða ekki) og fórum svo út að kanna svæðið og borða svo kvöldmt á Indverksum stað.

Dagur 2
Ræs kl 8:00 og borðað morgunmat, þriggja tíma mismunur fór aðeins illa í mann en maður reyndi sitt besta að halda sér vakandi. Við fórum í heimsókn til bandalags skáta í Helsinki þar sem við vorum frædd um allskonar friðarsáttmála og allskonar tengt frið. Fórum svo út í leiki og fengum okkur hádegismat. Við kíktum svo niður á höfn þar sem beðið var eftir bát til að fara með okkur á eyjuna Soumenlinna. Þegar við komum á eyjuna var talað meira um frið og mismunandi sjálfsmyndir. Fengum við þá blað þar sem við áttum að finna 5 staðreyndir (sjálfsmyndir) um okkur, fara svo í tvöfalda línu og velja úr hjá hvoru öðru hvaða sjálfsmynd ætti að taka í burtu, þar til þú ættir eitt eftir.  Áhugaverður “leikur”.
Eftir þetta var okkur skipt í hópa þar sem hver og einn úr hverju landi átti að vera í hópnum, nema auðvitað var það ekki hægt þar sem það var einn Íslendingur og of margir Svíar 😂 en hafðist allt að lokum. Fórum svo í myndaratleik um eyjuna. Taka mynd af góðum felustað, taka mynd af góðum stað til að slaka á, taka mynd af einhverju múmínlegu og meira til. Það var mjög gaman að skoða eyjuna með þessum hætti og gaman að kynnast fólkinu sem var með mér í hóp. Fórum svo aftur upp á land og fórum á annan asískan veitingastað að borða kvöldmat. Eftir kvöldmat var að sjálfsögðu kvöldvaka, en þar sem veðrið var vont þurftum við að hafa hana inni. Þar átti hvert og eitt land að koma með skemmtiatriði eða einhverskonar leik. Ég vissi reyndar ekki af því en náði að kenna þeim hið víðfræga aramdamdaram. Danir kendu leikinn slurp, Svíarnir komu með einhvern froska söng/dans, Færeyingar kendu þjóðdans, Finnar sýndu okkur Finnskar martraðir og Norðmenn komu með brúnan ost, smash og hlaup fyrir alla til að smakka og sýndu einnig ósýnilega bekkinn. Að kvöldvöku liðinni fór ég að sofa.

Dagur 3
Ræs kl 8:00, morgunmatur og pakka niður. Við kvöddum hostelið um 10 leitið og komum okkur aftur upp í bandalag, þar var okkur skipt í tvennt þar sem fyrsti hópurinn bjó til jólaskraut á klútinn sinn og hinn talaði um staðalímyndir og hvernig við getum breytt þeim. Fórum í nokkra leiki og fengum okkur hádegismat. Eftir matinn var kynnt fyrir okkur hinir og þessir viðburðir sem eru væntanlegir í skátahreyfingunni og hvernig við getum farið á hina og þessa skáta staði í heiminum og gerst sjálfboðaliðar.  Þegar dagskránni var við það að ljúka komumst við að því að það væri ekki búið að hanna eða búa til Ung i norden merki handa okkur, unnum við þá í að hanna flottasta merkið og ætlum að láta framleiða það fyrir okkur. Þá var komið að kveðjustund, kvöddum foringjana okkar og héldum í smá búðarferð.

Ég kynntist mikið af nýju fólki og nýjum leikjum og fannst verulega áhugavert að fara ein á skátaviðburð.

Ég tel þetta góðann viðburð sem mun standa uppúr ❤️