Verkefni 29 – Skáti er náttúruvinur
Knús og músarhús
Skáti er náttúrvinur og jafnast ekkert á við góða útiveru 🙂 Verkefni dagsins er því að fara út og vinna verkefnin þar. Þið ætlið nefnilega að fara út og knúsa tré og búa til músarhús!
Að knúsa tré er skemmtileg og falleg athöfn og er best að gefa sér góðan tíma í knúsið. Athugaðu hvort það sé öðruvísi að knúsa mismunandi tré. Hvíslaðu fallega hluti að trénu þegar þú knúsar þau, þau verða mjög glöð að heyra það.
Svo er að búa til músarhús
Fyrsta skrefið er að finna góðan stað til að byggja húsið á. Það er best ef það er í smá skjóli, eins og undir tréi.
Svo skaltu leita í kringum þig af litlum spýtum, laufblöðum og grasi til að búa til húsið. Byrjaðu á því að setja spýturnar upp þar sem þú vilt að húsið sé.
Næst skaltu fylla inn í götin á milli spýtnanna og trésins með grasi og laufblöðum þannig að húsið haldi rigningunni úti.
Þá er húsið tilbúið! Þú getur skreytt það og jafnvel sett eitthvað skemmtilegt inn í húsið fyrir mýsnar, eins og blóm eða litla steina sem þær geta leikið sér með.
Ekki gleyma að deila því með okkur hvernig þitt músarhús lítur út 🙂 #skátarnir #stuðkví
Fleiri Stuðkví verkefni:
04/05/2020
Lokafærslan: Happdrætti og merki
Happdrætti og merki Við viljum byrja á því að þakka öllum fyrir frábæra þátttöku! Við sendum sérstakar…
30/04/2020
Verkefni 46 – Útieldun
Verkefni 46 – Útieldun Ertu búin að ákveða hvað á að vera í matinn í dag? En ertu búin að ákveða hvar…
29/04/2020
Verkefni 45 – Moltutunna
Verkefni 45 – Moltutunna Eitt af helstu markmiðum okkar í tengslum við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna…
28/04/2020
Verkefni 44 – Vinabönd
Verkefni 44 – Vinabönd Heimsmarkmið númer 17 er samvinna um heimsmarkmiðin þar sem mikilvægt er að…
27/04/2020
Verkefni 43 – Hunangsflugur
Verkefni 43 – Hunangsflugur Hvað hefur þú séð margar hunangsflugur í sumar? Það hafa tvær risa stórar…
26/04/2020
Verkefni 42 – Heimsmarkmiðin heim
Verkefni 42 – Heimsmarkmiðin heima Í dag er markmiðið að vita meira um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna…
25/04/2020
Verkefni 41 – Dagur umhverfisins
Verkefni 41 – Dagur umhverfisins Stóri plokkdagurinn Í dag blæs Félagsskapurinn Plokk á Íslandi til…
24/04/2020
Verkefni 40 – Ræktaðu þitt eigið grænmeti
Verkefni 40 – Ræktaðu þitt eigið grænmeti Í dag ætlum við að setja upp aðstöðu til þess að rækta okkar…
23/04/2020
Verkefni 39 – Heimagerður ís í poka
Verkefni 39 – Heimagerður ís í poka Gleðileg sumar! Nú er sumarið, sem flestir eru búin að bíða spennt…