Verkefni 38 – Heimagert kerti úr appelsínu

Flest erum við að gera okkar besta til að hugsa vel um jörðina okkar og þarf af leiðandi erum við að reyna að finna hluti sem fara betur með jörðina okkar. Verkefni dagsins er einmitt ein hugmynd um hvernig þið getið nýtt heila appelsínu, meira að segja börkinn og þegar þið eruð búin með verkefnið þá er hægt að molta appelsínuna. En fyrir ykkur sem þekkið ekki moltun þá er molta jarðvegur unnin úr lífrænum úrgangi. En það er efni í annað verkefni 🙂

appelsínur

Leiðbeiningar:

Auðvelt er að búa til appelsínukerti en gott er að fá hjálp frá fullorðnum við verkefnið. Mikilvægt er að hafa eitthvað undir appelsínunni svo þetta sullist ekki út um allt.

 

Það sem þið þurfið er:

  • Appelsína (megið gera úr fleiri en einni appelsínu)
  • Ólífuolía
  • Skeið

Leiðbeiningar til að búa til kertið:

  1. Taktu appelsínuna úr berkinum og skildu miðjuna eftir. Gott er að nota skeið í þetta verkefni.
  2. Fylltu hálfa appelsínuna með ólífuolíu.
  3. Svo er bara að að kveikja á kertinu og njóta.
  4. Mundu að þegar kertið klárast þá getur þú moltað börkinn.
Hvernig búa á til appelsínukerti