Verkefni 34 – Skáti er réttsýnn

Verkefni dagsins er tileinkað níundu grein skátalaganna ‘Skáti er réttsýnn’. En hvað er að vera réttsýnn? Ein útskýringin er að sjá muninn á réttu og röngu og reyna að velja „réttu“ leiðina, þrátt fyrir að hún geti verið erfiðari. Í verkefni dagsins ætlum við að æfa okkur í að bregðast við aðstæðum sem okkur finnast erfiðar að tækla og sjá hvernig við getum unnið með fólkinu í kringum okkur til að vinna vel úr þeim aðstæðum.

 

Opið leikhús

Opið leikhús er aðeins öðruvísi leikhús en flestir eru vanir. Það byrjar þannig að tveir eða fleiri byrja á því að leika atriði sem tengist erfiðri stöðu. Þau ná ekki að leysa vel úr vandamálinu þannig það endar illa og er ekki höndlað vel.

Svo leikur sami hópurinn aðstæðurnar aftur. Nema í þetta skipti geta áhorfendur stoppað atburðarásina þegar þau vilja, stigið inn í þær og sýnt fram á hvernig þau myndu finna góða lausn á því sem er í gangi.

Þessi tegund af leikhúsi er til í að æfa okkur að skilja mismunandi aðstæður og hvernig hægt er að leysa þær á mismunandi máta. Þetta æfir líka hóp í að finna sameiginlega út úr því hvernig er rétt að bregðast við í mismunandi aðstæðum.

Þó eru nokkrar reglur sem þarf að fylgja til að leikhúsið gangi vel:

  • Þú þarft að klappa til að fá að stíga inn í aðstæðurnar.
  • Ef þú ert beðinn um að stíga úr aðstæðunum, þá þarftu að hlusta.
  • Notum inniröddina og tölum saman á blíðum nótum. Ef við erum ekki sammála þá ræðum við málin.
  • Mikilvægt er að taka vel eftir og hlusta á alla.