Verkefni 25 – Fyrstu viðbrögð
FYRSTU VIÐBRÖGÐ
Mikilvægt er að allir séu meðvitaðir um hvernig skal bregðast við í óvæntum aðstæðum. Á flestum heimilum eru til sjúkrakassar eða töskur þar sem er hægt að finna plástra, sárabindi, sjúkrateip, teygjubönd og ýmislegt fleira. Það er gott að undirbúa sjálfan sig og heimilið fyrir jarðskjálftum, eldgosum eða slysum og því erum við með nokkur verkefni fyrir ykkur.
Neyðarnúmer
Gott er að hafa lista á heimilinu með símanúmerum hjá helstu fjölskyldumeðlimum og vinum. Þar geta því allir leitað ef nauðsynlegt er.
Ásamt þeim símanúmerum er gott að minna á Neyðarlínuna 112. Mikilvægt er að allir kunni á heimasímann/farsímann og viti hvernig eigi að hringja. Einnig er sniðugt að skrifa niður heimilsfang á sama lista.
Heimilisfang: Hraunbær 123, 110 Reykjavík
- Neyðarlínan 112
- Mamma: XXX-XXXX
- Pabbi: XXX-XXXX
- Kolla systir: XXX-XXXX
- Palli bróðir: XXX-XXXX
- Sigga frænka: XXX-XXXX
Sjúkrakassi
Við viljum hvetja ykkur til þess að kynna ykkur leiðbeiningar á þessum hlutum, og hvernig skal nota þá á réttan máta. Hægt er að búa til sinn eigin sjúkrakassa til að hafa á heimilinu. Slysavarnafélagið Landsbjörg og Rauði Krossinn selja einnig tilbúna sjúkrakassa, en einnig er hægt að fá hugmyndir að innihaldi kassans frá þeim.
- Gott er að hafa kassann í skærum lit
- Hann þarf að vera nógu stór
- Á stað þar sem allir vita
- Búa til lista yfir innihald kassans
- Það þarf að athuga innihald reglulega
Almannavarnir
Á heimasíðu Almannavarna er hægt að skoða fræðsluefni sem hjálpar okkur að búa okkur undir óvæntar hættur. Þar er meðal annars hægt að finna upplýsingar um hvernig eigi að bregðast við í jarðskjálfta, hvernig á að útbúa neyðarkassa og hvernig skal undirbúa heimilið fyrir aðrar hamfarir.
Skyndihjálp
Þú getur auk þess náð þér í skyndihjálparappið sem þú finnur inn á skyndihjalp.is. Þar getur þú meðal þess kynnt þér undirstöðuatriði fyrstu hjálpar, tekið frítt vefnámskeið í skyndihjálp og lært skyndihjálparlagið.
Fleiri Stuðkví verkefni:
04/05/2020
Lokafærslan: Happdrætti og merki
Happdrætti og merki Við viljum byrja á því að þakka öllum fyrir frábæra þátttöku! Við sendum sérstakar…
30/04/2020
Verkefni 46 – Útieldun
Verkefni 46 – Útieldun Ertu búin að ákveða hvað á að vera í matinn í dag? En ertu búin að ákveða hvar…
29/04/2020
Verkefni 45 – Moltutunna
Verkefni 45 – Moltutunna Eitt af helstu markmiðum okkar í tengslum við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna…
28/04/2020
Verkefni 44 – Vinabönd
Verkefni 44 – Vinabönd Heimsmarkmið númer 17 er samvinna um heimsmarkmiðin þar sem mikilvægt er að…
27/04/2020
Verkefni 43 – Hunangsflugur
Verkefni 43 – Hunangsflugur Hvað hefur þú séð margar hunangsflugur í sumar? Það hafa tvær risa stórar…
26/04/2020
Verkefni 42 – Heimsmarkmiðin heim
Verkefni 42 – Heimsmarkmiðin heima Í dag er markmiðið að vita meira um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna…
25/04/2020
Verkefni 41 – Dagur umhverfisins
Verkefni 41 – Dagur umhverfisins Stóri plokkdagurinn Í dag blæs Félagsskapurinn Plokk á Íslandi til…
24/04/2020
Verkefni 40 – Ræktaðu þitt eigið grænmeti
Verkefni 40 – Ræktaðu þitt eigið grænmeti Í dag ætlum við að setja upp aðstöðu til þess að rækta okkar…
23/04/2020
Verkefni 39 – Heimagerður ís í poka
Verkefni 39 – Heimagerður ís í poka Gleðileg sumar! Nú er sumarið, sem flestir eru búin að bíða spennt…