Froðupartý sló í gegn
Þriðji dagur Landsmóts fór vel af stað, enn eru einhver tjöld og búnaður í þurrkun en gleðin leynir sér þó ekki. Öll eru boðin og búin til að hjálpa nágrönnum sínum og skemmta sér vel á meðan.
Í dag var boðið upp á stórskemmtilegan skyndiviðburð, froðupartý í risastórum hoppukastala og var gleðin allsráðandi. Ungmennaráð átti frumkvæði af viðburðinum en þau eru á aldrinum 15 – 19 ára.
Í opnu dagskrárbilunum hafa drótt- og rekkaskátar tækifæri á að koma og stjórna útvarpsþætti í FM Landsmót skáta 106.1 sem einnig er hægt að hlusta á hér, og hefur það slegið í gegn og koma sum oftar en einu sinni. Dæmi um þætti sem þau hafa verið í loftinu eru spurningaþættir, spjallþættir og viðtalsþættir. Sum koma til að stjórna tónlistinni í hálftíma.