Verkefni 19 – Alheimsmót á internetinu
Alheimsmót skáta í loftinu og á internetinu, eða JOTA/JOTI eins og það er skammstafað á ensku, er skátamót sem haldið er á alþjóðavísu á hverju ári þriðju helgina í október. Þar gefst skátum allstaðar að úr heiminum tækifæri til þess að kynnast og gera ýmislegt saman gegnum veraldarvefinn eða með fjarskiptabúnaði. Mótið er á vegum WOSM, heimssamtaka skáta.
Í ljósi heimsfaraldurs hefur verið ákveðið að boða til sérstaks alheimsmóts skáta á internetinu helgina 3.-5. apríl. Á meðan mótið stendur yfir gefst skátum 13 ára og eldri tækifæri til að taka þátt í allskyns dagskrá í þema hinna ólíku dagskrárþorpa sem mynda hið rafræna mótsvæði. Á meðal rafrænna dagskrárþorpa verður mannúðarmiðstöð, útvarpsstöð, leikjastöð, rafrænt greni heimsborgarans, tjaldsvæði skátaforingjans og svið fyrir hæfileikakeppni mótsins. Áhersla í allri dagskrá mótsins verður andleg líðan og hvað við getum gert sem skátar á tímum COVID-19.
Til að taka þátt þarf að gera eftirfarandi:
- Segja foreldrum/forráðamönnum frá því sem þú ætlar að gera á netinu
- Búa til aðgang inn á scout.org
- Taka námskeið í netöryggi sem þú finnur inn á heimasíðunni þeirra
- Finna ykkur verkefni sem þið hafið áhuga á og kynnast fullt af nýjum skátum út um allan heim!
Skemmtið ykkur vel!
Fleiri Stuðkví verkefni:
04/05/2020
Lokafærslan: Happdrætti og merki
Happdrætti og merki Við viljum byrja á því að þakka öllum fyrir frábæra þátttöku! Við sendum sérstakar…
30/04/2020
Verkefni 46 – Útieldun
Verkefni 46 – Útieldun Ertu búin að ákveða hvað á að vera í matinn í dag? En ertu búin að ákveða hvar…
29/04/2020
Verkefni 45 – Moltutunna
Verkefni 45 – Moltutunna Eitt af helstu markmiðum okkar í tengslum við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna…
28/04/2020
Verkefni 44 – Vinabönd
Verkefni 44 – Vinabönd Heimsmarkmið númer 17 er samvinna um heimsmarkmiðin þar sem mikilvægt er að…
27/04/2020
Verkefni 43 – Hunangsflugur
Verkefni 43 – Hunangsflugur Hvað hefur þú séð margar hunangsflugur í sumar? Það hafa tvær risa stórar…
26/04/2020
Verkefni 42 – Heimsmarkmiðin heim
Verkefni 42 – Heimsmarkmiðin heima Í dag er markmiðið að vita meira um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna…
25/04/2020
Verkefni 41 – Dagur umhverfisins
Verkefni 41 – Dagur umhverfisins Stóri plokkdagurinn Í dag blæs Félagsskapurinn Plokk á Íslandi til…
24/04/2020
Verkefni 40 – Ræktaðu þitt eigið grænmeti
Verkefni 40 – Ræktaðu þitt eigið grænmeti Í dag ætlum við að setja upp aðstöðu til þess að rækta okkar…
23/04/2020
Verkefni 39 – Heimagerður ís í poka
Verkefni 39 – Heimagerður ís í poka Gleðileg sumar! Nú er sumarið, sem flestir eru búin að bíða spennt…