Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Vormót Hraunbúa

6. júní @ 17:00 - 9. júní @ 17:00

Vormót Hraunbúa verður haldið í 83. sinn um Hvítasunnuhelgina 6.-9. júní.

Þangað eru allir fálkaskátar og eldri velkomnir auk þess sem hægt verður að vera í fjölskyldumbúðum.

Dagskráin verður svipuð og hefur verið undanfarin ár, boðið verður upp á göngur, hjólaferð í sund, víkingadagskrá, ratleik, báta, kvöldvöku og fleira.

Kakóið verður að sjálfsögðu á sínum stað og hafragrauturinn á morgnanna.

Mótið er steinsnar frá Hafnarfirði og góð æfing fyrir unga skáta sem eru að stíga sín fyrstu skref á skátamótum.

Mótsgjald er 15.000,- og skráning á Abler, það er systkinaafsláttur og fyrir þau sem vilja nýta hann þá er annað systkinið skráð í gegnum Abler og svo er haft samband við foringja eða Hraunbúa til að greiða lægra gjald fyrir næsta barn.

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest og njóta þess að vera með ykkur í byrjun skátasumarsins.

Details

Organizer

  • Skátafélagið Hraunbúar
  • Phone 6954250
  • Email vormot@hraunbuar.is

Venue

  • Flugmódelvelli Þyts, Hamranesvöllur
  • Flugmódelvelli Þyts, Hamranesvöllur Iceland + Google Map