Verkefni 46 – Útieldun
Ertu búin að ákveða hvað á að vera í matinn í dag? En ertu búin að ákveða hvar þú ætlar að elda? Við mælum með að fara út að elda í dag. Það er einfalt, gaman og skemmtileg tilbreyting í hversdagleikanum. Það eru nokkar leiðir til að elda úti. Hægt er að elda á báli, taka prímus með sér út eða einfaldlega kveikja í grillinu!
Margir þekkja hið sívinsæla hike brauð, sem er líka stundum kallaða skátabrauð eða snúrubrauð. Þekkir þú annað nafn yfir það?. Hér eru 3 aðferðir til að baka hike-brauð þannig þú getur reitt fram þriggja rétta máltíð sem allir munu elska!
Uppskrift af hike brauði
6 dl hveiti
2 msk matarolía
1/2 tsk salt
2/5 dl volgt vatn
1 bréf þurrger
Forréttur
BRAUÐBOLLUR
- Taktu klípu af hike-brauði og búðu til brauðbollu
- Skerðu niður ólívur og tómata og blandaðu við brauðbolluna
- Settu grind á eldinn
- Settu brauðbolluna ofan á grindina og bakaðu í 5-7 mín
- Passaðu þig þegar þú tekur brauðbolluna af, hún gæti verið heit
- Bon appetit!
Aðalréttur
PYLSUR OG PYLSUBRAUÐ
- Taktu pylsu og settu á grillpinna
- Taktu eina klípu af hike brauði og rúllaðu því upp í lengju
- Vefðu lengjunni í kringum pylsuna, passaðu bara að það sé ekki of þykkt (þá er það svo lengi að grilla)
- Grillaðu þangað til brauðið er tilbúið, þú getur séð það með því að taka smá bita úr brauðinu
- Settu svo þá sósu sem þú vilt á pylsuna
- Verði þér að góðu!
Eftirréttur
SNÚÐAR
- Byrjaðu á því að fletja út hike brauðið
- Dreifðu kanilsykri jafnt og þétt yfir deigið
- Rúllaðu deiginu upp og skerðu í jafna bita
- Taktu snúðinn og settu á grillpinna
- Grillaðu þangað til deigið er eldað
- Mundu að njóta þegar þú gæðir þér á gómsæta kanilsnúðnum þínum
Tilbreyting: Þú getur skipt úr kanilsykrinum fyrir súkkulaði og þá ertu komin með súkkulaðisnúða!
Verði ykkur að góðu! Ekki gleyma að deila með okkur þinni útieldun undir myllumerkjunum #skátarnir og #stuðkví
Fleiri Stuðkví verkefni:
04/05/2020
Lokafærslan: Happdrætti og merki
Happdrætti og merki Við viljum byrja á því að þakka öllum fyrir frábæra þátttöku! Við sendum sérstakar…
29/04/2020
Verkefni 45 – Moltutunna
Verkefni 45 – Moltutunna Eitt af helstu markmiðum okkar í tengslum við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna…
28/04/2020
Verkefni 44 – Vinabönd
Verkefni 44 – Vinabönd Heimsmarkmið númer 17 er samvinna um heimsmarkmiðin þar sem mikilvægt er að…
27/04/2020
Verkefni 43 – Hunangsflugur
Verkefni 43 – Hunangsflugur Hvað hefur þú séð margar hunangsflugur í sumar? Það hafa tvær risa stórar…
26/04/2020
Verkefni 42 – Heimsmarkmiðin heim
Verkefni 42 – Heimsmarkmiðin heima Í dag er markmiðið að vita meira um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna…
25/04/2020
Verkefni 41 – Dagur umhverfisins
Verkefni 41 – Dagur umhverfisins Stóri plokkdagurinn Í dag blæs Félagsskapurinn Plokk á Íslandi til…
24/04/2020
Verkefni 40 – Ræktaðu þitt eigið grænmeti
Verkefni 40 – Ræktaðu þitt eigið grænmeti Í dag ætlum við að setja upp aðstöðu til þess að rækta okkar…
23/04/2020
Verkefni 39 – Heimagerður ís í poka
Verkefni 39 – Heimagerður ís í poka Gleðileg sumar! Nú er sumarið, sem flestir eru búin að bíða spennt…
22/04/2020
Verkefni 38 – Heimagert kerti úr appelsínu
Verkefni 38 – Heimagert kerti úr appelsínu Flest erum við að gera okkar besta til að hugsa vel um…