Verkefni 46 – Útieldun

Ertu búin að ákveða hvað á að vera í matinn í dag? En ertu búin að ákveða hvar þú ætlar að elda? Við mælum með að fara út að elda í dag. Það er einfalt, gaman og skemmtileg tilbreyting í hversdagleikanum. Það eru nokkar leiðir til að elda úti. Hægt er að elda á báli, taka prímus með sér út eða einfaldlega kveikja í grillinu!

Margir þekkja hið sívinsæla hike brauð, sem er líka stundum kallaða skátabrauð eða snúrubrauð. Þekkir þú annað nafn yfir það?. Hér eru 3 aðferðir til að baka hike-brauð þannig þú getur reitt fram þriggja rétta máltíð sem allir munu elska!

Uppskrift af hike brauði

6 dl hveiti
2 msk matarolía
1/2 tsk salt
2/5 dl volgt vatn
1 bréf þurrger

Forréttur

BRAUÐBOLLUR

  • Taktu klípu af hike-brauði og búðu til brauðbollu
  • Skerðu niður ólívur og tómata og blandaðu við brauðbolluna
  • Settu grind á eldinn
  • Settu brauðbolluna ofan á grindina og bakaðu í 5-7 mín
  • Passaðu þig þegar þú tekur brauðbolluna af, hún gæti verið heit
  • Bon appetit!

Aðalréttur

PYLSUR OG PYLSUBRAUÐ

  • Taktu pylsu og settu á grillpinna
  • Taktu eina klípu af hike brauði og rúllaðu því upp í lengju
  • Vefðu lengjunni í kringum pylsuna, passaðu bara að það sé ekki of þykkt (þá er það svo lengi að grilla)
  • Grillaðu þangað til brauðið er tilbúið, þú getur séð það með því að taka smá bita úr brauðinu
  • Settu svo þá sósu sem þú vilt á pylsuna
  • Verði þér að góðu!

Eftirréttur

SNÚÐAR

  • Byrjaðu á því að fletja út hike brauðið
  • Dreifðu kanilsykri jafnt og þétt yfir deigið
  • Rúllaðu deiginu upp og skerðu í jafna bita
  • Taktu snúðinn og settu á grillpinna
  • Grillaðu þangað til deigið er eldað
  • Mundu að njóta þegar þú gæðir þér á gómsæta kanilsnúðnum þínum

Tilbreyting: Þú getur skipt úr kanilsykrinum fyrir súkkulaði og þá ertu komin með súkkulaðisnúða!

útieldun hike brauð
útieldun hike brauð
útieldun hike brauð

Verði ykkur að góðu! Ekki gleyma að deila með okkur þinni útieldun undir myllumerkjunum #skátarnir og #stuðkví