Alþjóðlegur dagur heilsu
Í dag, 7.apríl, er alþjóðlegur dagur heilsu og er hann til að minna okkur á allt það frábæra starf sem læknar, hjúkrunafræðingar og sjúkraliðar vinna á hverjum einasta degi. Auk þess er hann til að minna okkur á mikilvægi þess að allir í heiminum hafi tækifæri á að lifa við góða heilsu og hafi aðgengi að heilbrigðisþjónustu.
Í dag ætlum við að læra að mæla púlsinn okkar heima. Púls er hugtak sem notað er yfir hversu oft hjartað fyllist og tæmis á einni mínútu en það fer eftir líkamlegu ástandi einstaklings, aldri og virkni.
Til að mæla púlsinn þá leggur þú miðfingurna, ýmist tvo eða þrjá, yfir hálsslagæðina eða úlniðlsslagæðina og telur fjölda slaga á tilteknum tíma. Púsl er ætíð gefinn upp sem slög á mínútu.
Byrja þú á því að mæla hvíldarpúlsinn þinn. Hvíldarpúls er þegar þú ert vel hvíld/ur og róleg/ur.
Hlauptu svo einn hring í kringum húsið þitt og mældu púlsinn þinn aftur. Hver er munurinn?
Þegar þú ert búin að þessu getur þú reiknað út aðra púlsa:
Hámarkspúls
Hámarkspúls fer eftir aldri en hann er oftast fundinn með því að draga lífaldur frá 220. Sem dæmi þá er hámarkspúls tvítugrar manneskju 200. Ef púls fer yfir hámarkspúls nær hjartað ekki að fylla sig milli slaga en þá nýtist vinna þess ekki sem skyldi.
Vinnupúls
Vinnupúls er munurinn á hámarkspúlsi og hvídarpúlsi. Ef tvítug manneskja er með hvílarpúls 75 er vinnupúls hennar 200-75 = 125 slög á mínútu.
Heimild: Vísindavefurinn
Nú er bara að mæla alla í fjölskyldunni og sjá muninn! Skemmtið ykkur vel.
Fleiri Stuðkví verkefni:
04/05/2020
Lokafærslan: Happdrætti og merki
Happdrætti og merki Við viljum byrja á því að þakka öllum fyrir frábæra þátttöku! Við sendum sérstakar…
30/04/2020
Verkefni 46 – Útieldun
Verkefni 46 – Útieldun Ertu búin að ákveða hvað á að vera í matinn í dag? En ertu búin að ákveða hvar…
29/04/2020
Verkefni 45 – Moltutunna
Verkefni 45 – Moltutunna Eitt af helstu markmiðum okkar í tengslum við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna…
28/04/2020
Verkefni 44 – Vinabönd
Verkefni 44 – Vinabönd Heimsmarkmið númer 17 er samvinna um heimsmarkmiðin þar sem mikilvægt er að…
27/04/2020
Verkefni 43 – Hunangsflugur
Verkefni 43 – Hunangsflugur Hvað hefur þú séð margar hunangsflugur í sumar? Það hafa tvær risa stórar…
26/04/2020
Verkefni 42 – Heimsmarkmiðin heim
Verkefni 42 – Heimsmarkmiðin heima Í dag er markmiðið að vita meira um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna…
25/04/2020
Verkefni 41 – Dagur umhverfisins
Verkefni 41 – Dagur umhverfisins Stóri plokkdagurinn Í dag blæs Félagsskapurinn Plokk á Íslandi til…
24/04/2020
Verkefni 40 – Ræktaðu þitt eigið grænmeti
Verkefni 40 – Ræktaðu þitt eigið grænmeti Í dag ætlum við að setja upp aðstöðu til þess að rækta okkar…
23/04/2020
Verkefni 39 – Heimagerður ís í poka
Verkefni 39 – Heimagerður ís í poka Gleðileg sumar! Nú er sumarið, sem flestir eru búin að bíða spennt…