Tækifæri mánaðarins í alþjóðastarfi #MARS
Alheimssamtök skáta, WOSM, leitar að ungu talsfólki í að taka þátt í vinnusmiðjum um hvernig á að verða talsfólk málefnis. Vinnusmiðjan fer fram dagana 24.-28. apríl 2023 í Brussel, Belgíu. Þátttakendur læra um hvað það felst í að vera talsfólk skátastarfs, læra um þátttöku á opinberum vettvangi, framsetningu og hvernig þessum málum er háttað í Evrópu.
Þátttakendur þurfa að vera á aldrinum 18-30 ára og með áhuga á samræðum við stjórnmálafólk varðandi málefni sem eru mikilvæg ungu fólki..
Skráninguna má finna hér.
Skráningarfresturinn rennur út 10. Mars.