Sumardagurinn fyrsti 2023
Sumardagurinn fyrsti 2023 er haldinn hátíðlegur fimmtudaginn 20. apríl um land allt og hafa skátar skipulagt og standa að glæsilegum og stórskemmtilegum hátíðarhöldum fyrir börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra.
Í Reykjavík
Skátafélagið Árbúar í Árbæ
Staðsetning: Árbæjarsafn
Tímasetning: 12:30-16:00
Skátafélagið Árbúar leiðir skrúðgöngu frá Árseli að Árbæjarsafni en þar tekur við póstaleikur, útieldun og fleira. Veitingasala verður á staðnum sem fjáröflun fyrir félagið. Fá frekari upplýsingar á facebook viðburðarsíðu.
Skátafélögin Garðbúar í Fossvogi, Landnemar í Hlíðunum og Skjöldungar í Laugardal
Staðsetning: Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn
Tímasetning: 14:00-17:00
Skátafélögin þrjú ætla að sameina krafta sína og standa fyrir miklu sumarfjöri í fjölskyldu og húsdýragarðinum. Dagskráin verður í gangi á milli 14:00 og 17:00 þar sem hoppukastalar, klifurveggur og skátaþrautir verða í boði. Á staðnum verður sölutjald þar sem ýmis góðgæti verður til sölu sem fjáröflun fyrir unga skáta sem stefna á Alheimsmót skáta í Suður-Kóreu 2023. Fá frekari upplýsingar á facebook viðburðarsíðu.
Skátafélagið Vogarbúar í Grafarvogi
Staðsetning: Skátaheimili Vogabúa, Logafold 106
Tímasetning: 13:00-16:00
Skátafélagið Vogabúar munu standa fyrir skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna við skátaheimilið sitt. Í boði verða leiktæki, hoppukastalar og ýmis skemmtun með skátaívafi. En síðan verða sirkúsatriði og mun trúbadorinn Jón Sigurðsson halda uppi stuðinu. Á staðnum verður veitingasala og candylfoss sem fjáröflun fyrir skátafélagið. Fá frekari upplýsingar á facebook auglýsingu.
Skátafélagið Ægisbúar í Vesturbænum
Staðsetning: Skátaheimili Ægisbúa, Neshaga 3
Tímasetning: 11:00-14:00
Skátafélagið Ægisbúar blæs til sumarhátíðar á sumardeginum fyrsta við skátaheimili sitt. Á staðnum verða hoppukastalar auk annarar skemmtunar. Á staðnum verða sölutjöld með góðgæti og ýmis matarkyns sem fjáröflun fyrir félagið. Fá frekari upplýsingar á facebook viðburðarsíðu.
Í Kópavogi
Skátafélagið Kópar
Staðsetning: Skátaheimili Kópa
Tímasetning: 14:00-17:00
Skátafélagið Kópar bjóða öllum Kópum og fjölskyldum þeirra í skátaheimilið sitt í opið hús. Veitt verða heiðursmerki til sjálfboðaliða kópa og í boði verður ratleikur um dalinn ásamt heitu kakói og vöfflur. Hægt er að sjá frekari upplýsingar hér á facebook viðburðinum.
Í Garðabæ
Skátafélagið Svanir og Skátafélagið Vífill
Staðsetning: Vídalínskirkju og Miðgarði
Tímasetning: 13:00-16:00
Skátafélögin Svanir og Vífill verða með skrúðgöngu frá Hofsstaðaskóla kl. 14 sem gengur að Miðgarði íþróttamiðstöð og þar tekur skemmtidagskrá við stútfull af tónlistarfólki, töframönnum, andlitsmálun, hoppuköstulum, veltibíl og candyfloss.
Frekari upplýsingar má finna á upplýsingasíðu Garðabæjar. Eða á facebook viðburði hátíðarinnar hér.
Í Hafnarfirði
Skátafélagið Hraunbúar
Staðsetning: Víðistaðakirkju og Thorsplani
Tímasetning: 13:30-16:00
Skátafélagið Hraunbúar tekur þátt í hátíðarhöldunum og verður með skemmtilega og fjölbreytta skátadagskrá fyrir alla fjölskylduna á Víðistaðatúni og við skátamiðstöðina Hraunbyrgi. Í boði verður kassaklifur, klifurveggur, útieldun þar sem grillaðir eru sykurpúðar og hike-brauð, hoppukastalar, bátar og risa hengirúm. Í Hraunbyrgi verður kaffisala og á Víðistaðatúni verður söluhús með ullarsykur, krap og popp. Hægt er að skoða frekari upplýsingar á heimasíðu Hafnafjarðar hér eða á facebook viðburði hátíðarinnar hér.
Í Mosfellsbæ
Skátafélagið Mosverjar
Staðsetning: Miðbæjartorgi og Varmá
Tímasetning: 13:00-16:00
Skátafélagið Mosverjar mun leiða skrúðgöngu frá Miðbæjartorgi að Varmá þar sem skólahljómsveit Mosfellsbæjar tekur á móti skrúðgöngunni með sumartónum. Að skrúðgöngu lokinni hefst dagskrá á Varmá með hoppuköstulum, kassaklifri, leikjum, og þrautum. . Frekari upplýsingar má finna á facebook viðburði hátíðarinnar.
Í Reykjanesbæ
Skátafélagið Heiðabúar
Staðsetning: Keflavíkurkirkju og skátaheimili Heiðabúa, Hringbraut 101
Tímasetning: 12:30-17:30
Skátafélagið Heiðabúar mun leiða skrúðgöngu frá skátaheimilinu að Keflavíkurkirkju þar sem skátafélagið kemur að hátíðarmessu þar sem nýjir skátar verða vígðir. Hægt er að fylgjast með Heiðabúum á facebook síðu þeirra hér.
Í Hveragerði
Skátafélag Strókur
Staðsetning: Hveragerðiskirkja
Tímasetning: 11:00
Skátafélagið Strókur verður með skátamessu í Hveragerðiskirkju og að henni lokinni verður Strókur með sumarskemmtun barnanna á planinu fyrir frmaan kirkjuna kl. 13. Þar verður ýmislegt í boði eins og hoppukastalar, tónlist, ullarsykur og fleira. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu Hveragerðis hér.
Á Selfossi
Skátafélagið Fossbúar
Staðsetning: Skátaheimilinu Glaðheimum, Tryggvagötu 36
Tímasetning: 13:00-16:00
Nóg verður um að vera á Selfossi þar sem skátafélagið Fossbúar taka þátt í hátíðinni Vor í Árborg. Skrúðganga leggur af stað frá miðbæ Selfoss að Glaðheimum, skátaheimili Fossbúa þar sem skátaverkefni að ýmsu tagi verður í boði og er hluti af stimplaleik hátíðarinnar. Frekari upplýsingar um hátíðina má finna á upplýsingasíðu Árborgar. Einnig er hægt að fylgjast með facebook viðburði frá Fossbúum.
Á Akranesi
Skátafélag Akraness
Staðsetning: Skátahúsið og Akraneskirkja
Tímasetning: 10:30
Skátafélagið Akraness verður með skrúðgöngu frá skátahúsinu að Akranesskirkju þar sem við tekur sumarhátíð.
Í Dalabyggð
Skátafélag Stígandi
Staðsetning: Laugar í Sælingsdal
Tímasetning: 13:00 – 15:00
Skátafélagið Stígandi tekur þátt í Jörfahátíð Dalabyggðar og bjóða alla velkomna á Lauga í Sælingsdal þar sem þau verða með leiki og fjör. Frekari upplýsingar er hægt að sjá á heimasíðu Dalabyggðar hér.
Á Akureyri
Skátafélagið Klakkur
Staðsetning: Skátaheimili Klakks, Þórunnarstræti, Glerárkirkja og tjaldsvæðinu á Hömrum
Tímasetning: 10:40-15:00
Skátafélagið Klakkur mun vera með skrúðgöngu frá Giljaskóla kl. 10:40 að Akureyrarkirkju þar sem skátafélagið kemur að messu sem hefst kl. 11:00 en að henni lokinni er öllum boðið að koma í sumarhátíð að tjaldsvæðinu á Hömrum. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu Klakks.