Reistu 15,3 metra háa fánastöng í skjóli nætur
Á Landsmóti fór fram keppni um hæðstu fánastöngina og þar er ekki átt við hefðbundna fánastöng heldur fánastöng sem hefur verið súrruð saman eða búin til með öðrum frumlegum hætti.
Kanadískir og íslenskir skátar vöknuðu um miðja nótt, söfnuðu saman trönum og bindingum og reistu 15,3 metra háa fánastöng fyrir framan stóra sviðið á mótsvæðinu. Mörg voru hissa þegar þau fóru á stjá morguninn eftir en þa trjónaði fánastöngin yfir allt með nokkrum fánum á.