Til hamingju með Þankadaginn í dag!
Kæru skátar,
Til hamingju með Þankadaginn í dag!
Árlega halda skátar hátíðlega upp á 22. febrúar og minnast bæði stofnenda hreifingarinnar Lord Baden-Powell og Olave Baden-Powell, sem áttu bæði afmæli þann dag. Þankadagurinn, nefndur á ensku „Thinking Day“, er verkefni mótað af kvennskátahreyfingunni WAGGGS, með þeim tilgangi að skátar fagni vináttunni og nýti tækifærið til þess að láta í sér heyra um málefnin sem skiptir þau máli.
Til þess að fagna deginum hafa skátar á Íslandi oft sett upp skátaklút, deilt sínum uppáhalds skátaminningum og tekið þátt í þankadags verkefnapakkanum frá WAGGS.
Hægt er að lesa meira um það á heimasíðunni okkar: https://skatarnir.is/thankadagurinn/