Síðastliðna helgi buðu Hraunbúar fálkaskátum landsins í heimsókn í Skátalund við Hvaleyrarvatn þar sem skátarnir hlupu um í póstaleik í kringum vatnið og kepptust um farandviðurkenninguna.

Veðrið lék um fálkaskátana en þau hófu leika með skemmtilegum eltingarleik við skátaskálann áður en lagt var að stað í leit af póstum kringum vatnið. Skátarnir söfnuðu sér inn stigum sem flokkur með samvinnu og góðri frammistöðu í verkefnunum sem meðal annar voru að leysa skátadulmál, rugla í hefðbundnum skátasöngvum, súrra þrífót, leiða hvort annað í gegnum blindrabraut og gera sjúkrabörur úr eigin fötum.

Að lokum söfnuðust allir flokkarnir saman við Skátalund þar sem þau kepptu í lokaþrautinni, að brenna band, en hver flokkur fékk einn skátahníf, einn eldspýtustokk og einn viðardrumb. Skátarnir þurftu síðan að ná upp nægilega stórum loga til þess að ná að brenna band sem var fest þvert yfir hverja stöð.

Fálkaflokkurinn í Árbúum voru fyrst til þess að brenna bandið og báru því sigur úr bítum þetta árið. Þau fengu afhentan farandviðurkenninguna sem nú fær að príða Árbúaheimilið þar til að fálkaskátadagurinn verður haldinn næsta haust.

Svo var að sjálfsögðu sungin nokkur vel valin skátalög til að halda hita í fálkunum á meðan beðið var eftir úrslitum. Eftir kvöldvöku gæddu fálkar og foringjar sér á heitu kakói og kexi að skátasið áður en haldið var heim.

Privacy Preference Center