INNILEGA
Það er mjög gaman að fara í útilegu. En stundum er það bara ekki hægt. Þá er einfaldlega hæft að fara í innilegu! Notaðu teppi og lök og hjúfraðu um þig í heimagerðu tjaldi í stofunni eða svefnherberginu. Það er engin hætta á að þér verði kalt eða tærnar blotni! Svo geturðu notað hugmyndaflugið og bætt endalaust við til að gera meira kósí. Seríur, púðar og fleiri teppi gera tjaldið virkilega huggulegt og til að koma sér í alvöru útilegustuð er hægt að sötra kakó og narta í sykurpúða!
Inni-varðeldur
Það er alltaf gaman að sitja í kringum varðeld, segja sögur og syngja nokkur lög! Þú getur búið til inni-varðeld fyrir innileguna þína. Það sem þig vantar er klósettrúllur, pappír, skæri, liti og lím.
- Búðu til eldivið úr klósettrúllunum. Þú getur notað liti til að teikna á klósettrúllurnar línur eins og er á viðarkubbum. Þú getur líka málað þær. Leyfðu ímyndunaraflinu að ráða för!
- Notaðu blöð til að búa til eldinn. Klipptu blöðin í þeirri stærð sem þér finnst henta og límdu þau saman.
- Raðaðu eldiviðnum (klósettrúllunum) í hring og límdu blöðin í miðjuna.
- Vekjum athygli á að EKKI á að kveikja í þessum varðeldi heldur bara njóta að horfa á.
Ævintýri úr skuggamyndum
Nú getur þú setið í kringum inni-varðeldinn þinn, sagt sögur og sungið öll uppáhalds lögin þín. Notaðu ímyndunaraflið þitt og segðu sögur með skuggamyndum! Finndu vasaljós og prófaðu þig áfram. Ef þig vantar hugmyndir þá getur þú séð nokkrar hugmyndir hér hvernig fígúrur þú getur gert með höndunum þínum. Prófaðu að sjá hvort þú getir fundið út nýjar fígúrur.
#stuðkví
Skemmtu þér vel! Sýndu okkur hvað þú gerir með því að setja mynd á samfélagsmiðla undir myllumerkinu #skátarnir og #stuðkví. Hlökkum til að sjá myndir.
Fleiri Stuðkví verkefni:
04/05/2020
Lokafærslan: Happdrætti og merki
Happdrætti og merki Við viljum byrja á því að þakka öllum fyrir frábæra þátttöku! Við sendum sérstakar…
30/04/2020
Verkefni 46 – Útieldun
Verkefni 46 – Útieldun Ertu búin að ákveða hvað á að vera í matinn í dag? En ertu búin að ákveða hvar…
29/04/2020
Verkefni 45 – Moltutunna
Verkefni 45 – Moltutunna Eitt af helstu markmiðum okkar í tengslum við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna…
28/04/2020
Verkefni 44 – Vinabönd
Verkefni 44 – Vinabönd Heimsmarkmið númer 17 er samvinna um heimsmarkmiðin þar sem mikilvægt er að…
27/04/2020
Verkefni 43 – Hunangsflugur
Verkefni 43 – Hunangsflugur Hvað hefur þú séð margar hunangsflugur í sumar? Það hafa tvær risa stórar…
26/04/2020
Verkefni 42 – Heimsmarkmiðin heim
Verkefni 42 – Heimsmarkmiðin heima Í dag er markmiðið að vita meira um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna…
25/04/2020
Verkefni 41 – Dagur umhverfisins
Verkefni 41 – Dagur umhverfisins Stóri plokkdagurinn Í dag blæs Félagsskapurinn Plokk á Íslandi til…
24/04/2020
Verkefni 40 – Ræktaðu þitt eigið grænmeti
Verkefni 40 – Ræktaðu þitt eigið grænmeti Í dag ætlum við að setja upp aðstöðu til þess að rækta okkar…
23/04/2020
Verkefni 39 – Heimagerður ís í poka
Verkefni 39 – Heimagerður ís í poka Gleðileg sumar! Nú er sumarið, sem flestir eru búin að bíða spennt…