INNILEGA

Það er mjög gaman að fara í útilegu. En stundum er það bara ekki hægt. Þá er einfaldlega hæft að fara í innilegu! Notaðu teppi og lök og hjúfraðu um þig í heimagerðu tjaldi í stofunni eða svefnherberginu. Það er engin hætta á að þér verði kalt eða tærnar blotni! Svo geturðu notað hugmyndaflugið og bætt endalaust við til að gera meira kósí. Seríur, púðar og fleiri teppi gera tjaldið virkilega huggulegt og til að koma sér í alvöru útilegustuð er hægt að sötra kakó og narta í sykurpúða!

Inni-varðeldur

Það er alltaf gaman að sitja í kringum varðeld, segja sögur og syngja nokkur lög! Þú getur búið til inni-varðeld fyrir innileguna þína. Það sem þig vantar er klósettrúllur, pappír, skæri, liti og lím.

  1. Búðu til eldivið úr klósettrúllunum. Þú getur notað liti til að teikna á klósettrúllurnar línur eins og er á viðarkubbum. Þú getur líka málað þær. Leyfðu ímyndunaraflinu að ráða för!
  2. Notaðu blöð til að búa til eldinn. Klipptu blöðin í þeirri stærð sem þér finnst henta og límdu þau saman.
  3. Raðaðu eldiviðnum (klósettrúllunum) í hring og límdu blöðin í miðjuna.
  4. Vekjum athygli á að EKKI á að kveikja í þessum varðeldi heldur bara njóta að horfa á.

Ævintýri úr skuggamyndum

Nú getur þú setið í kringum inni-varðeldinn þinn, sagt sögur og sungið öll uppáhalds lögin þín. Notaðu ímyndunaraflið þitt og segðu sögur með skuggamyndum! Finndu vasaljós og prófaðu þig áfram. Ef þig vantar hugmyndir þá getur þú séð nokkrar hugmyndir hér hvernig fígúrur þú getur gert með höndunum þínum. Prófaðu að sjá hvort þú getir fundið út nýjar fígúrur.

#stuðkví

Skemmtu þér vel! Sýndu okkur hvað þú gerir með því að setja mynd á samfélagsmiðla undir myllumerkinu #skátarnir og #stuðkví. Hlökkum til að sjá myndir.