Boð um aðstoð til Grindvíkinga
Skáti er hjálpsamur og mörg skátafélaganna vilja bjóða Grindvíkingum aðstoð ef á þarf að halda og hafa þegar auglýst eða látið Rauða krossinn vita af því. Í þeim hafsjó upplýsinga sem internetið getur verið er samantektin til að einfalda þeim sem þurfa að finna upplýsingar á einum stað. Athugið að samantektin tekur breytingum eftir því sem upplýsingar um fleiri boð berast og ef einhver úrræða eru nýtt þannig þau standa ekki lengur öðrum til boða.
SKÁTAFÉLAGIÐ GARÐBÚAR
Skátaheimili Garðbúa í Hólmgarði
Afnot af húsnæði
Skátafélagið Garðbúar bjóða Grindvíkingum sem vantar enn húsaskjól afnot af húsnæði félagsins að Hólmgarði 34, 108 Reykjavík. Einnig bjóðum við fram skátaskálann okkar Lækjarbotna undir hlíðum Selfjalls ofan við Heiðmörk, ca 14 km út fyrir bæjarmörk.
Skátaheimilið
Í húsnæði Garðbúa er einn stór salur sem tekur um 50 manneskjur. Inn af salnum er annað rými sem er hálfgerð setustofa og salerni með aðgengi fyrir fatlaða og sturta. Það eru 3 herbergi (föndur-, spila- og flokkaherbergi). Skátafélagið á töluvert magn af dýnum sem er velkomið að nota. Það er góð eldhúsaðstaða, tvö salerni eru við forstofu og lítið þvottahús. Skátaheimilið er staðsett í fjölbýli og þarf að taka tillit til nágranna okkar varðandi hávaða og ónæði. Lágmarka þarf hávaða eftir kl. 22:00. Ef fólk frá Grindavík vill einhverjar frekari upplýsingar um Skátaheimilið Garðbúa má hafa samband við Aldísi Líf í síma 848-6167 og netfangið gardbuar@gardbuar.com.
Lækjarbotnar
Lækjarbotnar, skátaskálinn er mjög rúmgóður og hann er á tveimur hæðum með anddyri, matsal og eldhús á neðri hæðinni. Í eldhúsinu er eldavél og bakaraofn svo er einnig gasgrill á staðnum. Á efri hæðinni er síðan svefnloft með rúmgóðum tveggja manna kojum þar sem 30 manns (fullorðnir) geta gist. Inn fyrir svefnloftið er síðan lítið “foringja”herbergi þar sem fjórir fullorðnir geta gist í kojum. Ef fólk frá Grindavík vill frekari upplýsingar um Lækjarbotna má hafa samband við Svavar í síma 896-6056 og netfangið svavar321@gmail.com.
Fyrirvari um neyslu áfengis/vímuefna og tóbaks
Í skátaheimilinu og Lækjarbotnum er neysla áfengis/vímuefna og tóbaks bönnuð.
SKÁTAFÉLAGIÐ HEIÐABÚAR
Skátaheimili Heiðabúa er staðsett á Hringbraut 101, 230 Reykjanesbæ
Nauðsynjasöfnun
Skátafélagið Heiðabúar opnaði skátafélagið sitt fyrir nauðsynjasöfnun fyrir Grindvíkinga. Hægt er að fylgjast með facebook síðu Heiðabúa fyrir nánari upplýsingar um hvar og hvenær er hægt að nálgast munina sem hafa safnast.
Frítt á skátafundi
Skátafélagið Heiðabúar bjóða Grindvíkingum frítt á skátafundi fram að jólafríi að minnsta kosti. Heiðabúar halda úti starfi fyrir börn frá 8-19 ára aldri. Fundartímanna má finna einnig finna á facebooksíðu félagsins hér.
SKÁTAFÉLAGIÐ HRAUNBÚAR
Frítt á skátafundi
Skátafélagið Hraunbúar í Hafnarfirði bjóða Grindvíkingum að mæta frítt á skátafundi fram að jólafríi skátastarfs í félaginu sem hefst 20. desember. Fundartíma má finna á www.hraunbuar.is/sveitirnar.
Lán á húsnæði til hýbílis
Hraunbúar opnuðu gistiheimilið sem við höfum í rekstri á sumrin fyrir Grindvíkinga. 5 herbergi eru til staðar sem verið er að nýta þessa stundina. Salurinn hefur verið innréttaður sem setustofu og matsalur fyrir þau sem dvelja á gistiheimilinu og tjaldsvæðinu.
Kostnaðarlaus dvöl fyrir húsbíla og hjólhýsi með aðgang að eldhúsi, sal og salerni.
Tjaldsvæðið á Víðistaðatúni er opið fyrir Grindvíkinga sem vilja dvelja í húsbílnum eða hjólhýsinu sínu sér að kostnaðarlausu. Þeir sem dvelja á tjaldsvæðinu hafa aðgang að eldhúsi, salnum og salerni í skátaheimlinu okkar.
Samverustund fyrir Grindvíkinga
Hraunbúar og St. Georgs gildið ætla að opna salinn fyrir Grindvíkingar þann 17 nóvember klukkan 16-20 og allir Grindvíkingar eru velkomnir að nýta sér það, til að koma saman og spjallað, fengið sér kaffi og með því. Börnin leikið sér í ótalmörgum spilum og dóti sem er í boði eða horft á sjónvarpið. Ef áhugi er fyrir því verður félagið með fleiri slíka viðburði.
Hafa samband við Hraunbúa
Ef fólk frá Grindavík vill einhverjar frekari upplýsingar má hafa samband við brynjar@hraunbuar.is og í síma 895-0906.
SKÁTAFÉLAGIÐ LANDNEMAR
Skátaheimili Landnema í Háuhlíð 9
Frítt á skátafundi fyrir unglinga
Skátafélagið Landnemar bjóða Grindvíkingum á aldrinum 13-15 ára að mæta frítt á skátafundi fram að jólafríi skátastarfs í félaginu sem hefst 13. desember. Fundartímar eru á fimmtudögum frá 17:45-19:45 í Háuhlíð 9. Því miður er fullt og ekki mannskapur til að taka á móti fleirum á öðrum aldursbilum.
Afnot af húsnæði fyrir einstaklinga eða skipulagða starfsemi
Þeim sem vantar enn húsaskjól geta fengið afnot af húsnæði félagsins en í húsinu eru dýnur til afnota. Í húsnæðinu eru fimm lítil herbergi, salur, fjögur baðherbergi og eldhús. Í garðinum er frábært útisvæði og hefur húsið verið nýtt í fortíð sem frístundaheimili. Húsið er tilvalið til að nýta í samkomur eða aðra skipulagða starfsemi á dagtíma.
Ef fólk frá Grindavík vill einhverjar frekari upplýsingar má hafa samband með tölvupósti í landnemi@landnemi.is.
SKÁTAFÉLAGIÐ KÓPAR
Skátaheimili Kópa á Digranesvegi
Frítt á skátafundi
Skátafélagið Kópar bjóða Grindvíkingum frítt á skátafundi fram að jólafríi að minnstakosti sem hefst 19.desember með kvöldvöku það kvöld. Kópar halda úti starfi fyrir börn frá 8-19 ára aldri. Fundartímanna má finna á kopar.is
Afnot yfir daginn af húsnæði fyrir barnastarf eða aðra starfsemi
Skátafélagið Kópar tilbúið að bjóða fram húsnæðið sitt til afnota fyrir starfsemi á daginn svo sem leik- og grunnskóla eða aðra starfsemi sem er á daginn. Húsnæðið er rúmgott og bjart með mörgum herbergjum, mjög vel útbúnu eldhúsi og veislusal sem rúmar tugi manns í sitjandi borðhaldi. Ef fólk vill frekari upplýsingar þá er hægt að hafa samband við félagsforingjann Heiðu Hrönn með að senda póst á heidahronn@kopar.is eða í síma 693-8042.
SKÁTAFÉLAGIÐ STRÓKUR
Staðsett í Breiðumörk 22, 810 Hveragerði, Netfang: skatafelagidstrokur@gmail.com
Nauðsynjasöfnun
Skátafélagið Stókur opnaði skátafélagið sitt fyrir nauðsynjasöfnun fyrir Grindvíkinga. Hægt er að fylgjast með facebook aðgangi Stróks hér fyrir frekari upplýsingar um hvernig hægt sé að nálgast söfnunina.
SKÁTAFÉLAGIÐ VÍFLAR
Húsnæði skátafélagsins Vífils og Hjálparsveit skáta í Garðabæ.
Frítt á skátafundi
Vífill býður ungmennum frítt á skátafundi fram að jólafríi, félagið heldur úti starfi fyrir börn og ungmenni 7-19 ára. Hægt er að finna upplýsingar á vifill.is.
SKÁTAFÉLAGIÐ VOGABÚAR
Skátaheimili Vogabúa í Logafoldi
Skátafélagið Vogabúar hefur opnað skátaheimilið sitt fyrir Grindvíkingum og hefur fólki þegar verið komið fyrir í því.
ÚTILÍFSMIÐSTÖÐ SKÁTA Á ÚLFLJÓTSVATNI
Aðstaða skátanna á Úlfljótsvatni
Lán á aðstöðu:
Útilífsmiðstöð skáta býður Grindvíkingum og stjórnvöldum afnot af svæði Skátamiðstöðvarinnar á Úlfljótsvatni. Boðin eru 60 gistirými, sameiginleg eldhúsaðstaða, matssalur og salur ásamt þeirrar náttúru og leiksvæða sem svæðið hefur uppá að bjóða. Útilífsmiðstöðin er staðsett við Úlfljótsvatn og má skoða betur á ulfljotsvatn.is. Taka má fram að einnig er hægt að fullnýta aðstöðuna fyrir leikskóla/skóla árgang. Ef fólk frá Grindavík og/eða stjórnvöld/bæjarfélag Grindavíkur vill frekari upplýsingar má hafa samband við Ragnar í síma 869-7817 og netfangið ragnar@skatarnir.is