Hvað?
Alþjóðaráð leitar að íslenskum skátaflokkum til að taka þátt í Smáþjóðaleikum skáta, Euro-Mini-Jam, sumarið 2026. 
Smáþjóðaleikar skáta er sjö daga skátamót fyrir þjóðir sem eru með færri en milljón íbúa.
Mótið verður haldið í Kýpur 2. – 8. ágúst 2026. Smáþjóðir skiptast á að vera gestgjafar mótsins. Fyrsta mátið var haldið á Íslandi 2010, Liechtenstein árið 2013, Mónakó 2016, Færeyjum 2018 og núna síðast í Gíbraltar 2024. 

Hverjir?
Þátttakendur eru skátar á aldrinum 13-16 ára. Hver þjóð fær pláss fyrir 2 skátaflokka á mótinu fyrir þátttakendur á þessum aldri. Hver skátaflokkur samanstendur af 6-8 þátttakendum og 2 foringjum. 
Auk þess er í boði að senda eldri skáta sem IST (sjálfboðaliða fyrir mótið) svo skátafélögin mega senda með IST liða í umsóknum skátaflokkanna. Alþjóðaráð leitar því að skátaflokkum sem hafa áhuga á að taka þátt! Mótsgjaldið fyrir þátttakendur er 440 EUR og fyrir IST og foringja er gjaldið 365 EUR.  Ofan á mótsgjaldið leggst ferðakostnaður og allt sem ferðalaginu fylgir. 

Foringjar skátaflokkana sem verða valdir, mynda saman fararstjórn fyrir mótið og sjá um fjárhagsáætlun, skipulag og framkvæmd ferðarinnar. Alþjóðaráð og Skátmiðstöðin mun veita stuðning við verkefnið þegar þörf er á.

Flokkar verða valdir eftir að skráningarfresti lýkur.

Umsóknarferlið
Þeir skátaflokkar sem hafa áhuga á að fara á mótið fyrir hönd Bandalags íslenskra skáta þurfa að sækja um með því að svara eyðublaðinu hér að neðan og skila inn myndbandi á þar sem þau leysa nokkur verkefni. Myndbandið skal senda á althjodarad@skatarnir.is 
Valdir verða fjölbreyttir flokkar. Þar af leiðandi er ekki víst að ef tveir flokkar frá sama skátafélagi sæki um að báðir flokkarnir verði fyrir valinu. Skátafélögum er velkomið að sameinast í 6 til 8 skáta flokka, ekki er tekið við umsóknum skátaflokka ef fjöldi skáta nær ekki 6 eða er yfir 8.

 

Um myndbandið og verkefnin: 
Reglur:

  • Myndbandið má ekki vera lengra en 10 mínútur
  • Skátaflokkurinn kynnir nafn flokksins, skátafélags og nöfn allra meðlima flokksins
  • Mikilvægt er að sýna vel og vandlega þegar verkefni eru leyst

Verkefnin:

  • Semja flokkshróp og flytja það
  • Gera góðverk sem hefur áhrif á samfélagið
  • Byggja katapúlt með sykurpúðum og spaghetti og ná að kasta hlut a.m.k. 50 cm
  • Kynna ykkur hvernig skátastarf er í Kýpur og segja stuttlega frá því
  • Setja upp tjald á innan við mínútu
  • Kveikja eld með því að nota einungis stál og tinnu

Umsóknarfrestur er 5. nóvember 2025

Foringi / foringjar

max 2 foringjar per flokkur
max 2 foringjar per flokkur

Flokkurinn

Annað

Ef félagið vill senda IST liða á mótið skal fylla það inn hér.

Privacy Preference Center