Starfsmaður Skátafélagsins Landnemar – hlutastarf

Skátafélagið Landnemar óskar eftir öflugum einstaklingi í krefjandi og skemmtilegt starf starfsmanns skátafélagins. Skátafélagið er með fjölbreytt og spennandi starf fyrir börn á aldrinum 8-25 ára. Við leitum að einstaklingi sem er skapandi, sjálfstæður, skipulagður og sniðugur.

Helstu verkefni:

  • Halda utan um skráningar
  • Sjá um tölvupóst og halda utan um samskipti við foreldra
  • Vera stuðningur við foringja
  • Viðvera á fundatímum
  • Annast innkaup

Hæfniskröfur:

  • Vera með bílpróf
  • Almenn tölvukunnátta
  • Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Reynsla af stjórnun og mannaforráðum er kostur
  • Reynsla af skátastarfi eða öðru æskulýðsstarfi er mikill kostur

Aðrar kröfur:

  • Hreint sakavottorð

 

Frekari upplýsingar veitir Arnlaugur Guðmundsson, félagsforingi skátafélagsins á felagsforingi@landnemi.is, s. 6474746

Umsóknir skulu berast á landnemi@landnemi.is. Umsóknarfrestur er til 15. september 2020.