Félagsforingja fjarfundur
FJARFUNDAÐ Í LJÓSI AÐSTÆÐNA
Félagsforingjafundur var boðaður og haldinn 21. apríl 2020 síðastliðinn. Ekki var hægt að halda Skátaþing á tilsettum tíma þetta árið sökum heimsfaraldurs, á aðalfundi BÍS 2020 hefði átt að kjósa í stjórn og fastaráð í fyrsta sinn samkvæmt nýju stjórnskipulagi sem fest var í lög á Skátaþingi 2019. Tveir stjórnarmenn BÍS höfðu beðist lausnar frá embættum sínum frá síðasta Skátaþingi sökum anna og margir meðlimir fastaráða höfðu gert ráð fyrir að hætta störfum í apríl mánuði. Á sama tíma var sjálfboðaliði reiðubúinn að taka sæti í stjórn BÍS og mörg fleiri búin að bjóða sig í öll sæti fjögurra fastaráða BÍS en án aðalfundar ekki hægt að veita þeim umboð til verksins. Því var boðað til aðalfundar til að sækja tímabundið umboð til skátafélaganna þar til unnt yrði að halda Skátaþing.
STJÓRN FULLSKIPUÐ AFTUR FRAM AÐ SKÁTAÞINGI
Dagmar Ýr Ólafsdóttir, aðstoðarskátahöfðingi og formaður alþjóðaráðs, hafði sagt sig úr stjórn BÍS og með vísan í 22. grein laga BÍS bar uppstillingarnefnd upp þá tillögu við félagsforingjafund að Þórhallur Helgason skipi stöðuna fram að aðalfundi, var tillagan samþykkt samhljóma af félagsforingjafundi. Stjórnin er þannig svo skipuð fram að aðalfundi:
Marta Magnúsdóttir, skátahöfðingi
Sævar Skaptason, gjaldkeri
Ásgerður Magnúsdóttir, meðstjórnandi
Björk Norðdahl, meðstjórnandi
Harpa Ósk Valgeirsdóttir, meðstjórnandi
Jón Halldór Jónasson, meðstjórnandi
Þórhallur Helgason, meðstjórnandi
TILVONANDI FULLTRÚAR NÝRRA FASTARÁÐA STARFA Í VINNUHÓPUM FRAM AÐ SKÁTAÞINGI
Uppstillingarnefnd lagði þá tillögu fram við félagsforingjafund að stjórn BÍS hefði umfram lögbundið umboð sitt til að skipa vinnuhópa, umboð félagsforingjafundar til að skipa tilvonandi fulltrúa nýrra fastaráða í vinnuhópa sem skyldu starfa fram að Skátaþingi 2020. Í ljósi þess að sjálfkjörið var í öll nýju fastaráðin væri heppilegt fyrir skátahreyfinguna ef að þessir öflugu sjálfboðaliðar gætu tekið til starfa sem allra fyrst. Tillagan var samþykkt samhljóma.
TILKYNNT UM FRESTUN LANDSMÓTS
Stjórn BÍS tilkynnti félagsforingjafundi sameiginlega ákvörðun sína og mótstjórnar um að fresta Landsmóti skáta halda átti 8. – 14. júlí 2020 til sumarsins 2021.
FREKARI UPPLÝSINGAR UM FUNDINN AÐ FINNA Í FUNDARGERÐ
Fundargerð félagsforingjafundar má sækja með að smella hér.