VÍMUVARNARSTEFNA BÍS

Samþykkt á stjórnarfundi BÍS, 16. september 2015.

1. FORVARNARGILDI SKÁTASTARFS

Skátahreyfingin gegnir mikilvægu hlutverki í vímuvörnum. Rannsóknir á högum barna og ungmenna sýna að þeim ungmennum sem eru virk í skátastarfi, reiðir betur af og neyta síður áfengis og vímuefna en þau sem ekki taka þátt. Bandalag íslenskra skáta vill efla enn frekar vímuvarnagildi skátastarfs með því að taka skýra afstöðu gegn neyslu áfengis og vímuefna í tengslum við starf skáta. Í þessari stefnuyfirlýsingu er talað um áfengis og vímuefnaneyslu og er þá átt við neyslu tóbaks, áfengis og allra ólöglegra vímuefna.

2. NEYSLA ÁFENGIS OG VÍMUEFNA

Bandalag íslenskra skáta er andvígt allri neyslu áfengis- og vímuefna skáta og annarra er koma starfi með börnum á vegum skátahreyfingarinnar. Bandalag íslenskra skáta veitir ekki áfengi á neinum viðburðum á vegum skátahreyfingarinnar og öll neysla áfengis og vímuefna er bönnuð í skátastarfi og í skátaheimilum, skátaskálum, í útilegum og öðrum ferðum á vegum skáta sem og á skátamótum.

Í undantekningartilvikum er neysla áfengis þó heimil á viðburðum á vegum Bandalag íslenskra skáta s.s. við hátíðarkvöldverði enda séu slíkir viðburðir einungis ætlaðir einstaklingum 20 ára eldri, ekki í húsakynnum skáta og ekki hluti af reglubundnu og hefðbundnu skátastarfi.

Þá er í undantekningartilfellum heimilt að hafa áfengi um hönd í húsakynnum og á svæðum skátahreyfingarinnar enda sé um að ræða viðburð á vegum annarra en skáta og tryggt að ekkert skátastarf sé í húsakynnunum eða svæðinu á sama tíma. Gengið skal úr skugga um að ekki sé hætta á að skátar verði varir við áfengisneysluna.

Jafnframt er skátum sem sækja viðburði erlendis sem ætlaðir eru fullorðnum skátum heimil hófleg áfengisneysla enda séu allir þátttakendur ferðarinnar 20 ára eða eldri.

Ölvun í skátabúningi er með öllu óheimil.

3. VIÐBRÖGÐ VIÐ NEYSLU SKÁTA

Bandalag íslenskra skáta munu bregðast sérstaklega við allri neyslu áfengis og vímuefna, skáta í starfi sem eru undir 18 ára aldri. Foreldrar verða undantekningarlaust upplýstir um slíka neyslu.

Varðandi viðbrögð við áfengis og vímuefnaneyslu þeirra sem eru sjálfráða, mun Bandalag íslenskra skáta bregðast við slíkri neyslu, sé hún brot á reglum skáta ( sbr. lið 2 ) og við neyslu sem hefur áhrif á frammistöðu og ímynd skátahreyfingarinnar.

Viðbrögð Bandalags íslenskra skáta við brotum á reglum þessum verða í formi tilmæla og ábendinga. Skili slík viðbrögð ekki árangri getur komið til tímabundinnar brottvísunar úr skátastarfi.

Viðbrögð Bandalags íslenskra skáta munu samt sem áður ávallt mótast af vilja til að aðstoða skátann við að laga sig að reglunum og að hann haldi áfram að starfa innan skátahreyfingarinnar.

4. HLUTVERK SKÁTAFORINGJA

Skátaforingjar skulu starfa eftir vímuvarnastefnu Bandalags íslenskra skáta, þar með talið að bregðast við áfengis og vímuefnaneyslu á viðeigandi hátt.

Bandalags íslenskra skáta munu sjá skátaforingjum fyrir fræðsluefni um áhrif áfengis og vímuefnaneyslu á ástundun og frammistöðu í skátastarfi sem og á einkalíf skátans.

Skátaforingjar skulu framfylgja stefnu Bandalags íslenskra skáta varðandi samstarf við foreldra og aðra aðila sem sinna málefnum barna og unglinga.

5. SAMSTARF VIÐ FORELDRA

Bandalags íslenskra skáta munu upplýsa foreldra um stefnu Bandalags íslenskra skáta í áfengis og vímuvörnum.

Bandalags íslenskra skáta munu standa að góðu samstarfi við foreldra skáta með fræðslu um neikvæð áhrif áfengis og vímuefna.

Bandalags íslenskra skáta munu starfa náið með fagfólki í áfengis og vímuvörnum og hafa samráð við foreldra, þurfi að taka á neysluvandamáli skáta undir sjálfræðisaldri.

6. SAMSTARF VIÐ AÐRA AÐILA SEM SINNA MÁLEFNUM BARNA OG UNGLINGA

Bandalags íslenskra skáta munu hafa náið samstarf við þá aðila sem sinna tómstundastarfi barna og unglinga.

Bandalags íslenskra skáta muna hafa náið samstarf við fagaðila sem sinna börnum og unglingum, fá frá þeim fræðsluefni og hafa samráð um einstaklinga í áhættuhópi.