LEIÐBEINANDI VIÐMIÐ

vegna framboða til stjórnar BÍS og annarra trúnaðarstarfa á vegum BÍS

Frambjóðendur:

Skátamiðstöðin skal bjóða frambjóðendum aðgang að eftirfarandi, að framboðsfresti loknum:

  • Kynningarvefsvæði á vefsíðu BÍS.
  • Útsendingu rafrænna fjöldapósta frá Skátamiðstöðinni sem hluta af Þriðjudagspóstinum.
  • Tengiliðum allra skátafélaga.

Frambjóðendur munu ekki fá aðgang að félagatali eða netfangalista BÍS.

Í fjórðu grein siðareglna Æskulýðsvettvangsins segir:

„Stjórnarfólk, starfsfólk og sjálfboðaliðar skulu aldrei misnota aðstöðu sína gagnvart samskiptaaðilum eða þátttakendum með neinum hætti sér til framdráttar eða eigin hags.“

Þeim frambjóðendum, eða stuðningsmönnum frambjóðenda, sem starfa sinna vegna hafa aðgang að félagatali og/eða öðrum netfangalistum er því óheimilt að nýta sér þann aðgang/þær upplýsingar í þágu eigin/tiltekins framboðs.

Frambjóðendur og stuðningsmenn frambjóðenda:

Hafa ber í huga að siðareglur Æskulýðsvettvangsins eru siðareglur BÍS og skulu því frambjóðendur, sem og aðrir skátar, fylgja þeim. Í þessu samhengi má sérstaklega minna á 8. gr. í flokknum Rekstur og ábyrgð:

„Stjórnarfólk, starfsfólk og sjálfboðaliðar skulu leitast við að skapa jákvætt andrúmsloft í starfi. Gæta skal hófs og sanngirni í ummælum um hvert annað eða aðra svo sem með því að taka ekki þátt í slúðri eða dreifa rógi.“

Frambjóðendur og stuðningsmenn þeirra eru því beðnir að gæta hófs í framboðsbaráttu og hvattir til bræðralags og jákvæðra samskipta.

Smþykkt á fundi stjórnar BÍS 4. mars 2015