Fresta skátaþingi en virkja nýtt fólk

Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta skátaþingi sem boðað hafði verið til í lok þessa mánaðar. Gert er ráð fyrir að kynna nýja tímasetningu með vorinu. Ástæða þessar ákvörðunar stjórnar Bandalags íslenskra skáta (BÍS) er Covid faraldurinn og áhrif hans á samfélagið.


Flestir í fráfarandi stjórn BÍS gefa kost á sér til áframhaldandi setu. Á mynd eru frá vinstri: Jón Halldór Jónasson, Marta Magnúsdóttir, Dagmar Ólafsdóttir, Sævar Skaptason, Jón Ingvar Bragason, Ásgerður Magnúsdóttir, Björk Norðdahl og Harpa Ósk Valgeirsdóttir. 

Vilji stjórna skátafélaga kannaður

Stjórn og fulltrúar í fastaráðum hefðu verið sjálfkjörin á skátaþingi og má sjá framboðslistann neðar í þessari frétt. Í samræmi við breytingar á lögum BÍS sem gerðar voru á síðasta skátaþingi verður kosið til stjórnar og starfsráða til tveggja ára. Einnig voru gerðar í nýju lögunum breytingar á skipan starfsráða.

Marta Magnúsdóttir skátahöfðingi sendi í dag póst á stjórnir skátafélaga og upplýsti þær um stöðu mála og viðraði hugmyndir um hvernig virkja mætti nýtt fólk sem er að bjóða sig fram. Hún segir að verðandi stjórn BÍS sé full tilhlökkunar og vilji gjarnan hefja vinnu sem fyrst miðað við nýja skipan. Þar sem sjálfkjörið sé í allar stöður þá sé sú hugmynd uppi að ný stjórn og ráð taki við eins og skátaþing hefði verið haldið.  Ef skátafélögin lýsi sig ekki andvíg þessari ráðagerð yrði stefnt að því að nýtt fólk taki við í samræmi við framboðslista uppstillingarnefndar. Formleg kosning til  stjórnar og ráða verður á skátaþingi samkvæmt venju.

Sjálfkjörið í allar stöður

Eftirtaldir bjóða sig fram á skátaþingi:

Stjórn Bandalags íslenskra skáta

  • Marta Magnúsdóttir, skátahöfðingi
  • Sævar Skaptason, gjaldkeri
  • Jón Halldór Jónasson
  • Ásgerður Magnúsdóttir
  • Harpa Ósk Valgeirsdóttir
  • Björk Norðdahl
  • Þórhallur Helgason

Alþjóðaráð

  • Þórey Lovísa Sigmundsdóttir
  • Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir
  • Aron Gauti Sigurðarson

Starfsráð

  • Eva María Sigurbjörnsdóttir
  • Birta Ísafold Jónasdóttir
  • Páll Kristinn Stefánsson

Stjórn Skátaskólans

  • Dagbjört Brynjarsdóttir
  • Inga Jóna Þórisdóttir
  • Halldór Valberg Skúlason

Ungmennaráð

  • Úlfur Leó Hagalín
  • Thelma Líf Sigurðardóttir
  • Ísold Vala Þorsteinsdóttir

Uppstillinganefnd

  • Berglind Lilja Björnsdóttir
  • Birgir Ómarsson
  • Sigurður Viktor Úlfarsson
  • Katrín Kemp Stefándóttir
  • Jóhanna Björg Másdóttir

Félagslegir skoðunarmenn

  • Guðmundur Þór Pétursson
  • Kristín Birna Angantýsdóttir
  • Jón Þór Gunnarsson

 

Tengt efni: