Nýtt skátaár er hafið
Gleðilegt nýtt skátaár öllsömul!
Árið 2019 verður svo sannarlega viðburðaríkt og skemmtilegt. Fundir hefjast að nýju hjá flestum skátafélögum í vikunni og skátarnir fara að undirbúa sig fyrir áskoranir og ævintýri ársins. Sumir eru að fara í sínar fyrstu tjaldútilegur, aðrir á fyrsta Alheimsmótið sitt í sumar og enn aðrir halda ótrauðir áfram með sín verkefni og markmið. Eitt er víst að skátar á öllum aldri mega búast við frábæru skátaári 2019!
Viðburðir á döfinni;
11. – 13. janúar – Neisti leiðtogaþjálfun.
Rúmlega 100 skátar, 16 ára og eldri, munu koma saman á Úlfljótsvatni og taka þátt í þessu frábæra og fjölbreytta sveitarforingjanámskeiði!
19. – 20. janúar – Gilwell leiðtogaþjálfun 5. skref og útskrift Gilwell nema.
9. – 10. febrúar – Gilwell leiðtogaþjálfun 1. og 2. skref.
15. – 22. febrúar – Vetraráskorun Crean fyrir dróttskáta.
Hópur írskra skáta mun koma til landsins og slást í för með nokkrum íslenskum dróttskátum þar sem allir læra að bjarga sér í alvöru vetrar aðstæðum.
15. – 17. febrúar – Ungmennaþing og árshátíð rekka- og róverskáta.
Skátar á aldrinum 16 – 25 ára koma saman og láta sér málefni skátahreyfingarinnar varða, undirbúa sig fyrir Skátaþing og gera sér jafnframt glaðan dag saman í Borgarnesi.
23. febrúar – Dróttskátadagurinn.
Öllum dróttskátum landsins er boðið að koma á Selfoss og taka þátt í spennandi dagskrá!
3. mars – Drekaskátadagurinn.
Drekaskátar koma saman og skemmta sér í leikjum og þrautum.
8. – 10. mars – Rekkaskátaruglið.
Rekkaskátar mæta í fjöruga og frjálsa dagskrá í Skorradal.
5. – 6. apríl – Skátaþing á Úlfljótsvatni.
1. – 2. júní – Drekaskátamót.
Drekaskátamót er árlegt tveggja daga mót stútfullt af frábærri dagskrá. Þemað 2019 verður ofurhetjuþema!
Mótsstjórn leitar að áhugasömum einstaklingum til að ganga til liðs við sig. Ef þú hefur áhuga fylltu þá út þetta umsóknareyðublað.
22. júlí – 2. ágúst – Alheimsmót skáta í Bandaríkjunum!
Nokkur sæti hafa losnað fyrir bæði þátttakendur og IST, svo ef þú misstir af skráningarfresti en vilt ennþá fara…
… sendu þá línu á rakelyr@skatar.is og tryggðu þér sæti!
Þetta eru þeir viðburðir sem Bandalag íslenskra skáta er með á sínum snærum á árinu og það má búast við að þeim fjölgi heilan helling!
Fylgstu með dagatalinu á Skátamálum svo þú missir ekki af þegar nýjir viðburðir bætast við!
Svo má ekki gleyma skemmtilegu skátafundunum og hinum ýmsu viðburðum hjá skátafélögunum.
Auðvitað verða svo á sínum stað fastir liðir eins og Sumardagurinn fyrsti og 17. júní.