Loading Events

« All Events

Landsmót skáta

20/07/2026 - 26/07/2026
78.900kr.

Bandalag íslenskra skáta býður skátum um allan heim á Landsmót sumarið 2026. Landsmótið verður haldið dagana
20. – 26. júlí og verður þemað “á norðurslóð”. Komið með og upplifið ævintýrin í heillandi umhverfi Hamra.

Landsmót er fyrir skáta á aldrinum 10 – 17 ára.  Landsmótið er uppskeruhátíð skáta, við bjóðum til okkar erlendum þátttakendum og erum saman í vikutíma. Á Landsmóti skáta koma saman rúmlega 2- 3000 skátar frá um 20 þjóðlöndum.

Á Landsmóti skáta skapast sannkallaður ævintýraheimur. Á mótssvæðinu byggir hvert félag upp tjaldbúð þar sem skátarnir búa í vikutíma. Það reynir á skátana og mörg fara út fyrir þægindarammann sinn þegar þau fara í fyrsta sinn á skátamót og dvelja í tjaldi með öðrum. Skátarnir fá tækifæri til að kynnast ólíkum einstaklingum og mynda ný vinatengsl. Skátamót eru ein af lykilstoðum skátastarfs því þar gefst okkur kostur á að efla leiðtogahæfni og skapandi huga. Úti í náttúrunni getur skátinn fundið tengingu við umhverfið og eigin tilveru. Við tökumst á við krefjandi áskoranir sem styrkja sjálfstraust, ábyrgð og þekkingu okkar.

Dagskrá á Landsmóti er fjölbreytt;
🎲 Leikir
⛰️ Hike
🏕️ Tjaldbúðalíf
🏙️ Bæjarferð
🧩Þrautir
🔥 Kvöldvökur
🌙 Næturleikir
og margt fleira frá morgni til kvölds.

Nánari upplýsingar má nálagst á upplýsingasíðu Landsmóts.

Details

Organizer

Venue