Langar þig að taka þátt í að fjölga skátafélögum á landinu?

Bandalag íslenskra skáta (BÍS) vill efla skátastarf á landsvísu og þar með auka valmöguleika barna og ungmenna um allt land þegar kemur að vali á æskulýðsstarfi í þeirra nærumhverfi.

Við erum því að leggja af stað í Hringferð um Ísland til að fjölga skátafélögum og starfandi skátum í landinu.

Verkefnið felur í sér að taka þátt í teymi sem hefur það að markmiði að stofna eða endurvekja skátafélög, deildir, sveitir eða flokka á landsbyggðinni.

Vinnuhópurinn kemur að samskiptum við sveitarfélög, stuðningi við hin nýju félög og úrlausn þeirra verkefna sem þetta verkefni krefst. Vinnuhópurinn heldur utan um verkefnið í samvinnu við starfsfólk og stjórn BÍS.
Nánari upplýsingar um Hringferðina má finna hér.
Fylltu út formið hér að neðan ef þú hefur áhuga á því að taka þátt í verkefninu.
Segðu í stuttu máli frá því hvers vegna þú hefur áhuga á verkefninu

 

Privacy Preference Center