Hringferðin
Eflum skátastarf á landsbyggðinni
Hvað er hringferðin?
Bandalag íslenskra skáta (BÍS) vill efla skátastarf á landsvísu og þar með auka valmöguleika barna og ungmenna um allt land þegar kemur að vali á æskulýðsstarfi í þeirra nærumhverfi.
Við erum því að leggja af stað í Hringferð um Ísland til að fjölga skátafélögum og starfandi skátum í landinu.
Hér getur þú lesið meira um það hvernig Hringferðinni verður háttað


Afhverju fjölgun?
Skátarnir eru alþjóðleg hreyfing sem lætur gott af sér leiða og býður upp á uppbyggilegt æskulýðsstarf fyrir börn og ungmenni. Að sjálfsögðu ættu fleiri að geta tekið þátt.
Skátar fá tækifæri á því að spreyta sig á fjölbreyttum verkefnum sem þau velja sér sjálf. Þannig stuðlar skátastarf að sjálfseflingu, eykur sjálfstraust, seiglu og trú á eigin getu sem kemur svo til áhrifa hjá ungmennum í samfélaginu. Þetta gerir skátastarfið með því að nýta skátaaðferðina, náttúruna og útivist sem lærdómsvettvang auk þess að samfélagsverkefni eru stór og mikilvægur hluti alls skátastarfs.
Vertu með
Hefur þú áhuga á að virkja skátastarf í þínu bæjarfélagi eða koma að því með einum eða öðrum hætti? Skráðu þig hér og nýliðateymi okkar hefur samband

