Róverskátar


Eldmóður - hugsjón - ástríða

Aldursbil: 19-25 ára

Starf: Þverfélagsleg sveit – skátavinasveitir – björgunarsveit

Lýsing á starfi: Skátinn fylgir sinni ástríðu í skátastarfi og hóp með sömu markmið.

Viðfangsefni: Finna rödd sína sem leiðtogar. Öðlast færni í beitingu lýðræðislegra leiða til úrbóta. Átta sig á áhugasviði sínu og hvar þau vilja hafa áhrif. Læra að þekkja styrkleika sína og veikleika, þekkja sín mörk í hópavinnu sem og styrk sinn sem leiðtogar.

Vöxtur: Beita þekkingu sinni og reynslu í að hafa áhrif á skátastarf og samfélag, innanlands sem utan. Hafa frumkvæði að úrbótum, viðburðum, fræðslu og dagskrárþáttum.

Ferðir og viðburðir:
*Róvernetið
*Aldursbilamót
*Landsmót
*IST tækifæri
*Moot
*Sveitarforingjanámskeið
*Gilwell


Leiðtogafærni

  • Þróa leiðtogafærni sína með því að taka að sér ábyrgðarstöður á vegum félagsins, SSR eða BÍS.
  • Starfa sjálfstætt, í róvernetinu, að eigin verkefnum eða í hópi sjálftæðrar róverskátasveitar.
  • Eru talsmenn skáta á ráðstefnum, kynningum og viðburðum í samfélaginu.

Skapandi hugur

  • Eru virk í umfangsmiklum verkefnum og æfa sig í að finna skapandi lausnir í flóknum aðstæðum.
  • Geta skilgreint upplýsingar á uppbyggilegan hátt. Geta fært rök fyrir afstöðu sinni.
  • Þróa sinn einstaka skapandi hátt til að tjá sig og læra að meta og styðja við sköpunargáfu annarra.

Heimurinn og umhverfið

  • Standa upp fyrir réttindum sínum og annarra hópa.
  • Finna tengsl sín við náttúruna og kann að njóta útivistar. Skilja gildi þess fyrir börn og ungmenni að stunda útiveru og útivist.

Tilveran mín

  • Eru virk í umfangsmiklum verkefnum og æfa sig í að finna skapandi lausnir í flóknum aðstæðum. Geta einnig stutt aðra og dreift þekkingu sinni og reynslu.
  • Geta rætt gildi sín á opinn hátt bæði innan og utan skátanna.


Hvatakerfi