„að vera skáti snýst um að vera heiðarlegur þátttakandi í samfélagi fólks, eiga góð samskipti og gera gagn.“

Margrét Tómasdóttir, fyrrverandi skátahöfðingi fór í viðtal á Rás 1, Morgunvaktin. Hér er hægt að hlusta á viðtalið við Margréti með því að stilla á mínútu 01:24:40.
Í viðtalinu rifjar Margrét upp hvernig hún byrjaði í skátunum, hvað var skemmtilegast og hvernig kom til að hún varð síðar meir skátahöfðingi.