Gilwell
Um námskeiðið
Lögð er áhersla á að þátttakendur verði meðvituð um eigin gildi og velti fyrir sér hvaða leið þau vilji fara í lífinu og hvernig gildi þeirra tengjast því. Lögð er áhersla á persónulegar framfarir þar sem þau vinna í að læra að þekkja sig sjálf og viðbrögð sín, að æfa samvinnu í hóp og vinna í hvernig þau geta orðið góðir leiðtogar, í skátastarfinu og í sínu persónulega lífi. Námskeið er byggt upp á þrem þrepum sem nefnast Skátinn, Flokkurinn og Leiðtoginn. Milli þrepa eru lögð fyrir smærri verkefni til einstaklinga og flokka. Auk þess er unnið stórt einstaklingsverkefni yfir allt tímabilið. Lagt er upp með að þjálfunin taki eitt ár.
Gilwell leiðtogaþjálfun er æðsta stig foringjaþjálfunar Bandalags íslenskra skáta.
ALDUR
Skátar, 20 ára og eldri.
MARKMIÐ
Markmið námskeiðsins er að efla leiðtogafærni þátttakenda, styrkja þau í trú á sína eigin getu til forystu og efla þau til hafa áhrif til breytinga, bæði í sínu eigin lífi og í skátastarfinu.
KENNSLA
3 skipti á Úlfljótsvatni (febrúar, júní, nóvember).
NÁMSMAT
Taka þarf virkan þátt í námskeiðinu, skila smærri verkefnum og stóru lokaverkefni.