Námskeið fyrir sveitarforingja


Um námskeiðið

Helgarlangt námskeið fyrir starfandi sveitarforingja (eða aðra foringja sem hafa náð 18 ára aldri). Á námskeiðinu fá þátttakendur innsýn í hluverk sveitarforingja, ábyrgð þeirra og skyldur.


ALDUR

Foringjar, 18 ára og eldri.


MARKMIÐ

Veita þátttakendum nauðsynlega fræðslu og þjálfun til að geta sinnt hlutverki sínu sem sveitarforingjar af öryggi og stuðla þannig að aukinni vellíðan.


KENNSLA

Ein helgi í upphafi starfsárs.


NÁMSMAT

Hafa tekið virkan þátt í námskeiðinu og sýnt fram á skilning á viðfangsefnunum.