Halldóra Aðalheiður ráðin sem Erindreki hjá BÍS
Halldóra Aðalheiður Ólafsdóttir hefur verið ráðin í fullt starf sem Erindreki BÍS.
Halldóra hefur góða reynslu af skátastarfi og hefur sinnt hinum ýmsu verkefnum fyrir hreyfinguna. Hún hefur verið foringi dreka- og fálkaskáta ásamt því að hafa verið aðstoðarforingi dróttskáta, skipulagt viðburði og klárað Gilwell svo einhvað sé nefnt. Halldóra ber með sér metnað, rólegt yfirbragð og góða samskiptahæfni. Hún mun taka við starfi erindreka og vinna að stefnu BIS við að styðja skátafélög landsins og vinna hin ýmsu verkefni sem falla til hjá Skátamiðstöðinni.
Við bjóðum Halldóru innilega velkomna til starfa.