15 þátttakendur á skyndihjálparnámskeiði
Skyndihjálparnámskeið var haldið fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða Skátanna á 3 kvöldstundum, dagana 23., 26. og 31. október. Námskeiðið var 12 kennslustunda námskeið og var í umsjón hinnar þaulreyndu Laufeyjar Elísabetar Gissurardóttur sem hefur kennt skyndihjálp í þrjá áratugi.
Að þessu sinni voru 15 skátar sem sátu námskeiðið, þar af voru 9 sem sátu allt námskeiðið og 6 sem þurftu aðeins að mæta fyrsta kvöldið í endurnýjun á skyndihjálparskírteininu. Rauði Krossinn mælir með endurmenntun í skyndihjálp annað hvert ár.
Þátttakendur námskeiðsins að þessu sinni sinna öll sjálfboðaliðastörfum fyrir Skátanna, annað hvort sem skátaforingjar eða í stjórn skátafélags, en öll sátu námskeiðið í þeim tilgangi að vera betur búin til að bregðast við ef slys ber að garði. Öryggi er mikilvægur þáttur skátastarfs og er skyndihjálp ein leið til þess að auka öryggi allra sem taka þátt í starfinu.